Sport

Kín­verska snóker­sam­bandið stað­festir lífs­tíðar­bönnin og lengir bannið yfir fimm spilurum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kínverska snókersambandið lengdi bann Yan Bingtao úr fimm árum í sjö og hálft ár.
Kínverska snókersambandið lengdi bann Yan Bingtao úr fimm árum í sjö og hálft ár. VCG/VCG via Getty Images

Tíu snókerleikmenn, allir frá Kína, voru á dögunum dæmdir í löng bönn fyrir aðild að stóru veðmálasvindli. Kínverska snókersambandið hefur nú lengt bannið yfir fimm þeirra.

Leikmennirnir eru meðal annars sakaðir um að biðja andstæðinga um að svindla og hagræða úrslitum með veðmálum á leiki. Meðal þeirra sem fengu bann voru Yan Bingtao, sem vann Masters mótið fyrir tveimur árum, og fyrrverandi sigurvegari á breska meistaramótinu, Zhao Xintong.

Þyngstu refsingarnar fengu samt Liang Wenbo og Li Hang. Þeir voru báðir dæmdir í lífstíðarbann af alþjóðlega snókersambandinu og þurfa þeir að greiða væna sekt.

Yan Bingtao fékk upphaflega fimm ára bann frá snóker, en kínverska snókersambandið lengdi bannið í sjö og hálft ár. Þá hefur bann Lu Ning verið lengt í átta ár, Bai Langning í fjögur ár og Zhang Jiankang í fjögur ár og fimm mánuði. Zhao Xintong ekki að snúa aftur fyrr en í júlí árið 2025.

Þá staðfesti kínverska snókersambandið einnig lífstíðarbann þeirra Liang Wenbo og Li Hang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×