Sport

Dag­skráin í dag: Leikur tvö í úr­slitum NBA og loka­leikir Serie A

Aron Guðmundsson skrifar
Frá leik eitt í úrslitaeinvígi Miami Heat og Denver Nuggets
Frá leik eitt í úrslitaeinvígi Miami Heat og Denver Nuggets Vísir/Getty

Loka­um­ferð ítölsku úr­vals­deildarinnar í knatt­spyrnu klárast í dag með nokkrum leikjum, Meðal annars munu Ítalíu­meistarar Napoli mæta til leiks á heima­velli. Þá ríkir mikil spenna fyrir leik tvö í úr­slita­ein­vígi Miami Heat og Den­ver Nug­gets í NBA-deildinni í körfu­bolta.

Stöð 2 Sport 2 

Leikar hefjast klukkan 16:20 á Stöð 2 Sport 2 með beinni útsendingu frá leik Napoli og Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Strax að þeim leik loknum hefst bein útsending frá leik Roma og Spezia. 

Klukkan 23:30 hefst upphitun fyrir leik Miami Heat og Denver Nuggets í úrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta. Leikurinn sjálfur hefst síðan á miðnætti en Denver leiðir einvígið 1-0.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 18:50 hefst bein útsending frá leik AC Milan og Hellas Verona í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 

Stöð 2 Sport 4

Við sýnum beint frá Mizuho Americas Open mótinu á Stöð 2 Sport 4 en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Bein útsending hefst klukkan 20:30. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.