„Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu, fjölskyldu minnar vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. maí 2023 15:42 Fjölskyldan hennar Sigríðar er ástríðufull í stuðningi sínum við Tindastól. Sigríður er næstlengst til hægri og ber derhúfu sem merkt er Tindastól. Helgi Rafn Viggósson, stóri bróðir hennar og fyrirliði liðsins er fyrir miðju. Aðsend Sigríður Inga Viggósdóttir, stuðningsmaður Tindastóls í húð og hár, er í skýjunum með árangur meistaraflokks karla í körfuknattleik sem lyfti fyrsta Íslandsmeistarabikarnum eftir spennuþrunginn leik gærkvöldsins. Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“ Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira
Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“
Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Sjá meira
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49
Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00