„Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu, fjölskyldu minnar vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. maí 2023 15:42 Fjölskyldan hennar Sigríðar er ástríðufull í stuðningi sínum við Tindastól. Sigríður er næstlengst til hægri og ber derhúfu sem merkt er Tindastól. Helgi Rafn Viggósson, stóri bróðir hennar og fyrirliði liðsins er fyrir miðju. Aðsend Sigríður Inga Viggósdóttir, stuðningsmaður Tindastóls í húð og hár, er í skýjunum með árangur meistaraflokks karla í körfuknattleik sem lyfti fyrsta Íslandsmeistarabikarnum eftir spennuþrunginn leik gærkvöldsins. Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“ Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Fjölskylda Sigríðar er allt í öllu í körfuboltanum á Sauðárkróki, afi hennar heitinn stofnaði sjálfa deildina, faðir hennar heldur úti Tindastól TV, eldri bróðir hennar er fyrirliði liðsins og móðir hennar þvær búningana. Sjálf er hún í óða önn að skipuleggja uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar félagsins sem fer fram í Varmahlíð í kvöld. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls fór með áhorfendur í ferðalag upp og niður tilfinningaskalann og lokamínútur leiksins gætu vel átt heima í skáldsögu. Heyrst hefur að leikmennirnir hafi jafnvel náð að hrífa fólk með sér sem allajafna gefur körfubolta lítinn gaum. Hvernig er tilfinningalífið í dag? „Það er bara stórkostlegt, það er bara ólýsanlegt. Við erum búin að bíða svo lengi eftir þessu. Þetta er svo fallegt. Það eru allir svo glaðir og það var svo gaman í gær. Þetta var ósvikin gleði. Titillinn skipar mjög stóran sess í hjarta mínu fjölskyldunnar minnar vegna. Afi minn stofnaði körfuknattleiksdeildina fyrir 59 árum og dó langt fyrir aldur fram og núna var bróðir minn, sem er að verða fertugur 14. júní, að lyfta sínum fyrsta Íslandsmeistarbikar. Þetta var síðasti leikurinn hans þannig að þetta gæti ekki verið betra.“ Eldri bróðir Sigríðar er Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, sem tilkynnti eftir leikinn að hann ætlaði að hætta á toppnum eftir langþráðan Íslandsmeistaratitill. Tryllt fagnaðarlæti á Ölver Liðsmönnum Tindastóls var eftir leikinn boðið í mat á Súmak en Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi veitingastaðarins, er að sögn „gallharður Tindastólsmaður“. „Þeir fóru bara þangað og nutu kvöldsins og svo fórum við öll niður á Ölver og þeir komu svo þangað aðeins seinna og við tókum öll á móti þeim og það var troðfullt hús á Ölver, við erum búin að vera með partí á Ölver alltaf fyrir leiki þannig að það var viðeigandi að enda þetta þar, á okkar heimaslóðum í Reykjavík.“ En í kvöld hittist liðið, stuðningsmenn og sjálfboðaliðar á eiginlegum heimaslóðum þeirra fyrir norðan og má fastlega gera ráð fyrir rífandi stemningu. Blásið verður til uppskeruhátíðar körfuknattleiksdeildar Tindastóls með borðhaldi og skemmtiatriðum þar sem Íslandsmeistararnir verða heiðraðir. Seinna um kvöldið stíga á svið Úlfur Úlfur og Stuðlabandið með heljarinnar ball. Fjölmargir sem stukku á Tindastólsvagninn Sigríður vill sérstaklega þakka öllum stuðningsmönnunum og sjálfboðaliðum, þeir eigi mikinn heiður og þakkir skyldar. „Það er gaman að segja frá því að þetta er orðið svo stórt samfélag. Þetta er ekki lengur bara við Tindastólsfólk sem höfum alltaf verið Tindastólsfólk heldur eru svo margir komnir á vagninn. Það hafa svo margir komið frá nærsveitunum; Húnavatnssýslunni, Akureyri, Stykkishólmi, Vesturlandi, fólk frá Austurlandi var að koma keyrandi hingað á leiki. Þetta er bara eitthvað svo magnað og svo gaman að finna stuðninginn frá öðrum félögum og bæjarfélögum og allir merktir Tindastól og með kúrekahatta. Þetta er bara æðislegt.“
Subway-deild karla Tindastóll Skagafjörður Tengdar fréttir Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05 Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49 Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Sjá meira
Níu titlar Pavels Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. 19. maí 2023 11:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 81-82 | Tindastóll Íslandsmeistari eftir háspennuleik að Hlíðarenda Tindastóll varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í oddaleik að Hlíðarenda. 18. maí 2023 23:05
Axel: Þetta er ólýsanleg tilfinning Axel Kárason hefur marga fjöruna sopið með Tindastól á sínum ferli en líkt og aðrir Skagfirðingar var hann að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta skipti í kvöld. 18. maí 2023 21:49
Myndasyrpa | Stórkostleg skemmtun þegar Tindastóll varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn. 19. maí 2023 07:00