Níu titlar Pavels Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2023 11:00 Pavel Ermolinskij lyftir Íslandsmeistaratitlinum í níunda skiptið en í fyrsta skiptið sem þjálfari. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari á fyrsta ári sem þjálfari eftir að hafa endaði leikmannaferil sinn sem Íslandsmeistari ári fyrr. Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson kallar Pavel rað-sigurvegara og það er ekki að ástæðulausu. Þetta var kannski fyrsti Íslandsmeistaratitil Pavels sem þjálfari en þetta var hans níundi á ferlinum. Pavel er nú 9-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á ferlinum. Hann fór út í atvinnumennsku mjög ungur en KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar hann samdi við þá á miðju 2009-2010 tímabilinu. Pavel og KR-liðið duttu reyndar út á móti verðandi Íslandsmeisturum Snæfells í oddaleik í undanúrslitunum en Pavel festi fljótt rætur í Frostaskjólinu. Vísir/Hulda Margrét KR-liðið varð Íslandsmeistari á hans fyrsta heila ári árið eftir, 2011. Pavel fór þá í tvö ár út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og KR-ingar náðu ekki að vinna titilinn án hans. Hann sneri aftur á móti aftur sumarið 2013 og þá hófst mesta sigurganga í sögu úrslitakeppninnar. Pavel og KR-liðið urðu Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel breytt þá til og fór í Val. Valur hafði ekki orðið Íslandsmeistari í næstum því fjörutíu ár þegar hann mætti á svæðið en þremur árum síðar vann Valsliðið Íslandsmeistaratitilinn og ekki síst fyrir framlög Pavels. Vísir/Hulda Margrét Pavel ákvað að setja skóna upp á hillu og taka sér frí frá körfubolta á þessu tímabili. Það frí varð þó styttra en áætlað var. Tindastóll kallaði á hann þegar liðið lét Vladimir Anzulović fara. Stólarnir höfðu beðið og beðið eftir þeim stóra en aðeins vantað herslumuninn. Í þremur af fjórum lokaúrslitum Stólanna var það einmitt Pavel, sem leikmaður mótherjanna, sem hafði komið með þennan herslumun og þrjú silfur voru því í húsi á Króknum frá árinu 2015. Það þurfti sterkan karakter og sigurvegara til að ýta Stólunum loksins yfir línuna. Pavel var enn á ný rétti maðurinn og stækkaði kaflann um sig í sögubók íslenska körfuboltans. Hægt og rólega tókst Pavel að kveikja á Stólunum sem komu síðan á siglingu inn í úrslitakeppnina. Þeir léku sér að Keflavík og Njarðvík og tryggðu sér loksins titilinn með sigri í oddaleik á Hlíðarenda. Tindastóll vann alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu og annað árið í röð var Pavel því ósigraður á Hlíðarenda í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessa níu Íslandsmeistaratitla Pavels. Pavel Ermolinskij með Finni Frey Stefánssyni, þáverandi þjálfara KR, þegar hann kom aftur til KRT 2014.Mynd / fésbókarsíða KR Sá fyrsti - 19. apríl 2011 í Garðabæ KR vinnur Stjörnuna 109-95 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er mjög nálægt þrennunni með 11 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá annar - 1. maí 2014 í Grindavík KR vinnur Grindavík 87-79 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er frábær í lokaleiknum með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og framlagshæstur á vellinum. Þetta var tímabilið sem hann og Martin Hermannsson „rifust“ um treyju fimmtán eins og frægt var. Martin kvaddi KR eftir þetta tímabil. Sá þriðji - 29. apríl 2015 á Sauðárkróki KR vinnur Tindastól 88-81 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er flottur í lokaleiknum með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hittir úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Pavel Ermolinskij fagnar Íslandsmeistaratitli sem KR vann í Grindavík.vísir/andri marinó Sá fjórði - 28. apríl 2016 á Ásvöllum KR vinnur Hauka 84-70 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er með tvennu í lokaleiknum, skoraði 12 stig og tók 12 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hann hittir úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Sá fimmti - 30. apríl 2017 í Vesturbænum KR vinnur 95-56 stórsigur á Grindavík í oddaleik um titilinn og þar með einvígið 3-2. Pavel heldur sóknarleiknum gangandi með því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum sem er enn met í oddaleik um titilinn. Hann er líka með átta fráköst og fimm stig. Pavel Ermolinskij fagnar með stuðningsmönnum KRþVísir/vilhelm Sá sjötti - 28. apríl 2018 í Vesturbænum KR vinnur 89-73 sigur á Tindastól í fjórða leiknum og þar sem einvígið 3-1. Pavel var með 9 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá sjöundi - 4. maí 2019 í Vesturbænum KR vinnur 98-70 sigur á ÍR í oddaleik og þar með einvígið 3-2. KR lendir 0-1 og 1-2 undir í einvíginu en tryggir sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Pavel glímir við meiðsli í úrslitaeinvíginu og spilar lítið sem ekkert í síðustu þremur leikjunum. Kannski fyrstu kynni af því að hjálpa liði af bekknum sem andlegur leiðtogi. Pavel varð Íslandsmeistari með Val á sínu síðasta ári sem leikmaður.Vísir/Bára Sá áttundi - 18. maí 2022 á Hlíðarenda Pavel hefur fært sig yfir í Val og þetta er hans þriðja tímabil. Valur verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 39 ár eftir 73-60 sigur á Tindastól í oddaleik en Pavel er með 8 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í lokaleiknum. Hann skorar fimm stig í röð þegar Valur breytir stöðunni úr 39-39 í 44-39 í byrjun seinni hálfleiks en Valsliðið er yfir allan tímann eftir það. Sá níundi - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Pavel er nú tekinn við sem þjálfari Tindastólsliðsins sem hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann sannar sig sem andlegur leiðtogi og er aldrei sterkari en á þeim tímapunktum þegar Stólarnir eru vanir því að brotna. Tindastólsliðið verður loksins meistari með því að vinna oddaleikinn með einu stigi á útivelli, 82-81. Pavel bætist í hóp þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sem þjálfari Pavel með bikarinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Subway-deild karla Tindastóll KR Valur Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson kallar Pavel rað-sigurvegara og það er ekki að ástæðulausu. Þetta var kannski fyrsti Íslandsmeistaratitil Pavels sem þjálfari en þetta var hans níundi á ferlinum. Pavel er nú 9-0 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn á ferlinum. Hann fór út í atvinnumennsku mjög ungur en KR-ingar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar hann samdi við þá á miðju 2009-2010 tímabilinu. Pavel og KR-liðið duttu reyndar út á móti verðandi Íslandsmeisturum Snæfells í oddaleik í undanúrslitunum en Pavel festi fljótt rætur í Frostaskjólinu. Vísir/Hulda Margrét KR-liðið varð Íslandsmeistari á hans fyrsta heila ári árið eftir, 2011. Pavel fór þá í tvö ár út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og KR-ingar náðu ekki að vinna titilinn án hans. Hann sneri aftur á móti aftur sumarið 2013 og þá hófst mesta sigurganga í sögu úrslitakeppninnar. Pavel og KR-liðið urðu Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 2014 til 2019. Pavel breytt þá til og fór í Val. Valur hafði ekki orðið Íslandsmeistari í næstum því fjörutíu ár þegar hann mætti á svæðið en þremur árum síðar vann Valsliðið Íslandsmeistaratitilinn og ekki síst fyrir framlög Pavels. Vísir/Hulda Margrét Pavel ákvað að setja skóna upp á hillu og taka sér frí frá körfubolta á þessu tímabili. Það frí varð þó styttra en áætlað var. Tindastóll kallaði á hann þegar liðið lét Vladimir Anzulović fara. Stólarnir höfðu beðið og beðið eftir þeim stóra en aðeins vantað herslumuninn. Í þremur af fjórum lokaúrslitum Stólanna var það einmitt Pavel, sem leikmaður mótherjanna, sem hafði komið með þennan herslumun og þrjú silfur voru því í húsi á Króknum frá árinu 2015. Það þurfti sterkan karakter og sigurvegara til að ýta Stólunum loksins yfir línuna. Pavel var enn á ný rétti maðurinn og stækkaði kaflann um sig í sögubók íslenska körfuboltans. Hægt og rólega tókst Pavel að kveikja á Stólunum sem komu síðan á siglingu inn í úrslitakeppnina. Þeir léku sér að Keflavík og Njarðvík og tryggðu sér loksins titilinn með sigri í oddaleik á Hlíðarenda. Tindastóll vann alla útileiki sína í úrslitaeinvíginu og annað árið í röð var Pavel því ósigraður á Hlíðarenda í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan má sjá stutt yfirlit yfir þessa níu Íslandsmeistaratitla Pavels. Pavel Ermolinskij með Finni Frey Stefánssyni, þáverandi þjálfara KR, þegar hann kom aftur til KRT 2014.Mynd / fésbókarsíða KR Sá fyrsti - 19. apríl 2011 í Garðabæ KR vinnur Stjörnuna 109-95 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er mjög nálægt þrennunni með 11 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá annar - 1. maí 2014 í Grindavík KR vinnur Grindavík 87-79 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er frábær í lokaleiknum með 22 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og framlagshæstur á vellinum. Þetta var tímabilið sem hann og Martin Hermannsson „rifust“ um treyju fimmtán eins og frægt var. Martin kvaddi KR eftir þetta tímabil. Sá þriðji - 29. apríl 2015 á Sauðárkróki KR vinnur Tindastól 88-81 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er flottur í lokaleiknum með 21 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Hann hittir úr 3 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Pavel Ermolinskij fagnar Íslandsmeistaratitli sem KR vann í Grindavík.vísir/andri marinó Sá fjórði - 28. apríl 2016 á Ásvöllum KR vinnur Hauka 84-70 á útivelli í fjórða leik og þar með einvígið 3-1. Pavel er með tvennu í lokaleiknum, skoraði 12 stig og tók 12 fráköst auk þess að gefa sex stoðsendingar. Hann hittir úr 2 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Sá fimmti - 30. apríl 2017 í Vesturbænum KR vinnur 95-56 stórsigur á Grindavík í oddaleik um titilinn og þar með einvígið 3-2. Pavel heldur sóknarleiknum gangandi með því að gefa 13 stoðsendingar í leiknum sem er enn met í oddaleik um titilinn. Hann er líka með átta fráköst og fimm stig. Pavel Ermolinskij fagnar með stuðningsmönnum KRþVísir/vilhelm Sá sjötti - 28. apríl 2018 í Vesturbænum KR vinnur 89-73 sigur á Tindastól í fjórða leiknum og þar sem einvígið 3-1. Pavel var með 9 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar í lokaleiknum. Sá sjöundi - 4. maí 2019 í Vesturbænum KR vinnur 98-70 sigur á ÍR í oddaleik og þar með einvígið 3-2. KR lendir 0-1 og 1-2 undir í einvíginu en tryggir sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Pavel glímir við meiðsli í úrslitaeinvíginu og spilar lítið sem ekkert í síðustu þremur leikjunum. Kannski fyrstu kynni af því að hjálpa liði af bekknum sem andlegur leiðtogi. Pavel varð Íslandsmeistari með Val á sínu síðasta ári sem leikmaður.Vísir/Bára Sá áttundi - 18. maí 2022 á Hlíðarenda Pavel hefur fært sig yfir í Val og þetta er hans þriðja tímabil. Valur verður Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 39 ár eftir 73-60 sigur á Tindastól í oddaleik en Pavel er með 8 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar í lokaleiknum. Hann skorar fimm stig í röð þegar Valur breytir stöðunni úr 39-39 í 44-39 í byrjun seinni hálfleiks en Valsliðið er yfir allan tímann eftir það. Sá níundi - 18. maí 2023 á Hlíðarenda Pavel er nú tekinn við sem þjálfari Tindastólsliðsins sem hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn. Hann sannar sig sem andlegur leiðtogi og er aldrei sterkari en á þeim tímapunktum þegar Stólarnir eru vanir því að brotna. Tindastólsliðið verður loksins meistari með því að vinna oddaleikinn með einu stigi á útivelli, 82-81. Pavel bætist í hóp þeirra þjálfara sem hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta tímabili sem þjálfari Pavel með bikarinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét
Subway-deild karla Tindastóll KR Valur Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira