Körfubolti

Mynda­syrpa | Stór­kost­leg skemmtun þegar Tinda­stóll varð Ís­lands­meistari í fyrsta sinn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tárin runnu eftir að sigurinn var í höfn.
Tárin runnu eftir að sigurinn var í höfn. Vísir/Hulda Margrét

Tindastóll varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í körfuknattleik í fyrsta skipti eftir sigur á Val í Origo-höllinni. Fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok var ósvikinn.

Origo-höllin að Hlíðarenda var troðfull enda seldist upp á leikinn á örfáum mínútum. Stemmningin var svo sannarlega rafmögnuð og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins.

Hulda Margrét ljósmyndari Vísis var á leiknum í gær og fangaði magnaða stemmningu.

Stuðningsmenn Tindastóls hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina.Vísir/Hulda Margrét
Keyshawn Woods var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét
Taiwo Badmus.Vísir/Hulda Margrét
Barátta undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Það var gríðarleg stemmning í Origo-höllinni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét
Það var hart barist í leiknum í gærkvöldi.Vísir/Hulda Margrét
Pavel Ermolinskij sýndi tilfinningar á hliðarlínunni.Vísir/Hulda Margrét
Pavel og Helgi Rafn líflegir.Vísir/Hulda Margrét
Pavel eitthvað ósáttur.Vísir/Hulda Margrét
Taiwo Badmus í leiknum í gær.Vísir/Hulda Margrét
Adomas Drungilas ákveðinn á svip.Vísir/Hulda Margrét
Hvar er boltinn?Vísir/Hulda Margrét
Drungilas sækir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Tárin runnu eftir að sigurinn var í höfn.Vísir/Hulda Margrét
Woods grætur gleðitárum í leikslokVísir/Hulda Margrét
Það var heldur lágt risið yfir Valsmönnum í leikslokVísir/Hulda Margrét
Leikmenn Tindastóls fá Íslandsmeistaratitilinn afhentan.Vísir/Hulda Margrét
Helgi Rafn Viggósson og Pétur Rúnar Birgisson taka við bikarnumVísir/Hulda Margrét
Fögnuður Tindastóls var ósvikinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét
Helgi Rafn Viggósson og Pétur Rúnar Birgisson lyfta bikarnum.Vísir/Getty
Axel Kárason fagnar hér í leikslok.Vísir/Hulda Margrét
Pavel með bikarinn í leikslok.Vísir/Hulda Margrét
Pavel lyftir bikarnum.Vísir/Hulda Margrét
Íslandsmeistarar TindastólsVísir/Hulda Margrét


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×