Körfubolti

Frægir Ís­lendingar í fínni sætum urðu vitni að sögu­legum úr­slitum

Aron Guðmundsson skrifar
Það var margt um manninn í Origohöllinni í gærkvöldi
Það var margt um manninn í Origohöllinni í gærkvöldi Vísir/Hulda Margrét

Þjóð­þekktir Ís­lendingar voru á­berandi við svo­kölluðum „courtsi­de“ sætum sem í boði voru í Origohöllinni að Hlíðar­enda í gær á odda­leik Vals og Tinda­stóls í úr­slitum Subway deildar karla í körfu­bolta.

Leiknum lauk með sögu­legum sigri Tinda­stóls sem tryggði sér sinn fyrsta Ís­lands­meistara­titil í körfu­bolta.

Bryddað var upp á nýjung í úr­slita­ein­vígjum Vals á ný­af­stöðnu tíma­bili þar sem boðið var upp á „courtsi­de“ sæti alveg upp við völlinn og gátu á­horf­endur þar með verið alveg ofan í því sem var að eiga sér stað inn á vellinum.

Miðar í þessi fínni sæti kostuðu 10 þúsund krónur og var ham­borgari og bjór inni­falinn í miða­verðinu.

Líkt og sjá mátti í sjón­varps­út­sendingu Stöð 2 Sport frá leik gær­kvöldsins voru margir þjóð­þekktir ein­staklingar sem létu sig ekki vanta og splæstu í „courtsi­de miða.“

Meðal þeirra var at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í knatt­spyrnu, Hörður Björg­vin Magnús­son leik­maður Pan­at­hinai­kos í Grikk­landi.

Hörður Björgvin Magnússon, atvinnumaður í knattspyrnuVísir/Skjáskot

Logi Geirsson, einkaþjálfari og handboltakempa, mætti einnig á leikinn og bauð syni sínum með. 

Logi Geirsson, einkaþjálfari og handboltakempaVísir/Skjáskot

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-,iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra var á svæðinu og við hlið hennar má sjá Frið­jón Frið­jóns­son, borgar­full­trúa og vara­þing­mann Sjálf­stæðis­flokksins og Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, for­stjóra Regins hf.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Halldór Benjamín Þorbergsson og Friðjón FriðjónssonVísir/Hulda Margrét

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson mætti á alla leiki í úrslitaeinvígis Vals og Tindastóls. 

Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður Vísir/Skjáskot

Auðunn Blön­dal, Sauð­krækingur, gat fagnað í lok leiks. Honum til halds og trausts á leiknum var knatt­spyrnu­goð­sögnin Eiður Smári Guð­john­sen.

Auðunn Blöndal og Eiður Smári GuðjohnsenVísir/Hulda Margrét

Andri Rúnar Bjarnason, markamaskína og sóknarmaður Vals í fótbolta, lét sig ekki vanta en Andri Rúnar er mikill áhugamaður um körfubolta líkt og má sjá á NBA jakkanum sem hann skartaði.

Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaður Vals í knattspyrnuVísir/Skjáskot

Dagur B. Eggertson, borgarstjóri Reykjavíkur, sat við annan enda vallarins.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét

Íslenska körfuboltagoðsögnin Logi Gunnarsson, sem lagði skóna á hilluna eftir einvígi Tindastóls og Njarðvíkur var í Origohöllinni.

Logi Gunnarsson, körfuboltagoðsögnVísir/Skjáskot

Valsarinn Guðni Bergsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, studdi við bakið á sínum mönnum. 

Guðni Bergsson, Valsari Vísir/Skjáskot

Aron Mola hefur farið á kostum í leiknu handboltaþáttaröðinni Afturelding. Hann gaf körfuboltanum séns í gærkvöldi. 

Aron Mola, leikari Vísir/Skjáskot

Sérfræðingarnir Teddi Ponza, Siggi Bond og Hrafnkell Freyr voru léttir, ljúfir og kátir. 

Teddi Ponza, Siggi Bond og Hrafnkell Freyr, sérfræðingar Vísir/Skjáskot

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, mátti þola tap gegn Grindavík í Mjólkurbikarnum nokkrum klukkustundum fyrir leik Vals og Tindastóls. Hann sat með útvarpsmanninum Rikka G á leiknum. 

Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu og Rikki G, úvarpsmaðurVísir/Skjáskot

Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og Valsari, gæti skrifað góða bók um magnað gengi Tindastóls.

Þorgrímur Þráinsson, Valsari og rithöfundurVísir/Skjáskot

Þá var Gummi Kíró, framkvæmdastjóri Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur á svæðinu.

Gummi KíróVísir/Skjáskot

Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, er grjótharður Valsarari og spilaði með liðinu á árum áður. Hér að neðan ræða þeir Svali Björgvinsson málin.

Ragnar Þór og Svali eru lengst til hægri á myndinni.Vísir/Hulda

Íslandsmeistarar kvenna í körfunni í Val voru að sjálfsögðu í bestu sætunum á fremsta bekk.

Valsarar geta huggað sig við það að hafa unnið gull í kvennaflokki. Hér leit allt vel út. Sex sekúndur eftir og Valsarar tveimur stigum yfir.Vísir/Hulda

Leikaravinirnir Jóhann Kristófer og Sigurbjartur Sturla Atlason við hlið Andra Rúnars Bjarnasonar.

Taugatitringur á hliðarlínunni.Vísir/Hulda

Tengdar fréttir

Pa­vel gaf gullið sitt

Tinda­stóll varð í gær­kvöldi Ís­lands­meistari karla í körfu­knatt­leik í fyrsta skipti eftir 82-81 sigur á Val í odda­leik að Hlíðar­enda. Stólarnir fögnuðu vel og ræki­lega eftir leik og heppinn ungur stuðnings­maður fékk verð­launa­pening Pa­vels Er­molinski, þjálfara Tinda­stóls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×