Sport

Heims­met­hafi dæmdur í bann vegna lyfja­mis­notkunar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rhonex Kipruto fagnar eftir hálfmaraþon í New York á síðasta ári.
Rhonex Kipruto fagnar eftir hálfmaraþon í New York á síðasta ári. Bryan Bedder/Getty Images

Rhonex Kipruto frá Kenía hefur verið dæmd í keppnisbann vegna lyfjamisnotkunar. Hin 23 ára gamla Rhonex setti heimsmet í Valencia á Spáni í janúar árið 2020.

Kipruto hljóp tíu kílómetra á aðeins 26 mínútum og 24 sekúndum í Valencia. Stendur það enn sem heimsmet í greininni. Metið setti Kipruto aðeins fjórum mánuðum eftir að hann endaði þriðja í Doha.

Eftir undarlegar niðurstöður úr blóðrannsókn hefur Kipruto verið ákærður fyrir að nota ólögleg lyf til að bæta frammistöðu sína.

„Ég svindla ekki né dópa. Sannleikurinn er með mér í liði. Það er allt sem ég get sagt,“ sagði Kipruto í yfirlýsingu vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×