Hefði verið gott að hafa nemendur í stýrihóp um sameiningar Oddur Ævar Gunnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 8. maí 2023 21:41 Bjarkey segir að byrja hefði mátt vinnu við undirbúning sameininga menntaskóla með öðrum hætti. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að gott hefði verið ef framhaldsskólanemendur hefðu fengið sæti við borðið í stýrihópi menntamálaráðuneytisins sem falið var að kanna fýsileika á sameiningum menntaskóla. Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“ Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem rætt var við Bjarkey í beinni útsendingu frá Alþingi. Bjarkey hóf í dag sérstaka umræðu um framtíð framhaldsskóla á þingi en eins og komið hefur fram hefur menntamálaráðuneytið viðrað hugmyndir um mögulegar sameiningar framhaldsskóla. Bjarkey, sem er fyrrverandi framhaldsskólakennari og námsráðgjafi, segir að talsvert hafi verið um áhyggjuraddir í samfélaginu vegna málsins og að hún skilji það. „Þetta er viðkvæmt, þetta er risastórt. Við erum að tala hérna um börnin okkar og unga fólk og það er ekki óeðlilegt að það séu áhyggjur.“ Hún segir margt undir í umræðunni og mörg álitamál sem fólk velti fyrir sér. Meðal annars hvernig sameiningar hafi áhrif á námsval í skólunum, hvort að bekkjarkerfisskólar haldist áfram sem slíkir ef þeir sameinist áfangakerfisskólum eða hvort að þeim verði breytt í áfangakerfisskóla. „Þannig fólk er að velta fyrir sér ýmsum hlutum og ég held að það sé svona ástæða til þess að bara að þau sem málið varðar láti í sér heyra núna. Ég held líka að það hefði verið gott að hafa fulltrúa nemenda í svona stýrihópi sem á að fara yfir þetta.“ Hefði mátt byrja starfið öðruvísi Í svörum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta-og barnamálaráðherra, á Alþingi í dag kom fram að skoðun á kosti og göllum sameininga sé rétt nýhafin. „Það hefði kannski mátt byrja það örlítið öðruvísi og reyna að koma í veg fyrir þennan kurr,“ segir Bjarkey Olsen. „En það eina sem ég hef áhyggjur af núna er að það er stuttur tími sem ætlaður er fyrir hópinn. Lok maí, ég held að það geti þurft að taka breytingum og ég hef trú á því að ráðherra bregðist við ef svo verður.“
Framhaldsskólar Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25 Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Hitafundir í Kvennó og MS vegna mögulegrar sameiningar Menntamálaráðuneytið vill kanna fýsileika þess að sameina Kvennaskólann í Reykjavík og Menntaskólann við Sund í húsnæði í Stakkahlíð. Kennurum skólanna var tilkynnt þetta á fundum síðdegis. 27. apríl 2023 16:25
Skólar á Akureyri og Suðurnesjum einnig undir smásjá ráðherra Stýrihópur sem mennta- og barnamálaráðherra skipaði í síðustu viku lagði fram að skólameistarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs myndu hefja samtal um sameiningu eða aukið samstarf. Sama á við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. 28. apríl 2023 11:11
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22