Hélt eldræðu fyrir leik og skaut Stríðsmönnunum svo í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 22:01 Draymond Green er ánægður með að vera með Stephen Curry í liði. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors vann Sacramento Kings í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Stephen Curry bauð til veislu en hann skoraði 50 stig í leiknum. Hann hélt einnig eldræðu fyrir leik sem kveikti í liðsfélögum hans. Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira