Hélt eldræðu fyrir leik og skaut Stríðsmönnunum svo í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 22:01 Draymond Green er ánægður með að vera með Stephen Curry í liði. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors vann Sacramento Kings í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Stephen Curry bauð til veislu en hann skoraði 50 stig í leiknum. Hann hélt einnig eldræðu fyrir leik sem kveikti í liðsfélögum hans. Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira
Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Sjá meira