„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. apríl 2023 18:54 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í dag. Hulda Margrét „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. „Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“ KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira
„Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“
KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Sjá meira