Hjólreiðafyrirtæki hvetur hjólreiðamenn til að sitja á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 17:13 Magne Kvam stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures Eigendur fyrirtækisins Ice Bike Adventures hafa vakið nokkra athygli fyrir að biðja hjólreiðafólk að sitja aðeins á sér og bíða með að rífa fram fjallahjólin. Slóðar og stígar séu enn mjög blautir og hætt við að náttúran skemmist ef hjólreiðamenn fari of snemma af stað. „Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
„Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Sjá meira
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44