Hjólreiðafyrirtæki hvetur hjólreiðamenn til að sitja á sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 17:13 Magne Kvam stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures Eigendur fyrirtækisins Ice Bike Adventures hafa vakið nokkra athygli fyrir að biðja hjólreiðafólk að sitja aðeins á sér og bíða með að rífa fram fjallahjólin. Slóðar og stígar séu enn mjög blautir og hætt við að náttúran skemmist ef hjólreiðamenn fari of snemma af stað. „Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga. Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
„Það eru allir farnir að hjóla. Margir komnir á rafmagnshjól og ekki allir þekkja hvaða reglur gilda um þetta sport. Hvað skemmir og hvað ekki,“ segir Magne Kvam, stofnandi og einn eigenda Ice Bike Adventures, sem er fjallahjólaferðaþjónustufyrirtæki í Hveragerði. Til að byrja með voru 99 prósent viðskiptavinanna erlendir ferðamenn, en eftir að rafmagnshjólin komu hefur sportið orðið vinsælla hjá Íslendingum. Mörg svæði sósuð Eftir mikla kuldatíð hefur hitnað hratt og rignt svo að mörg svæði eru orðin algerlega „sósuð.“ Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag ákvað Umhverfisstofnun að loka svæðinu við Fjaðrárgljúfur vegna bleytu og ágangs. Stígar og slóðar eru gerðir úr mjög mismunandi efni og sumir þeirra þola illa umferð á þessum viðkvæma tíma. Áskorunin hefur farið eins og eldur í sinu um internetið „Ef þú byrjar að hjóla í þessu kemur vatnið upp á yfirborðið og byrjar að skemma,“ segir Magne. „Eitt hjólfar í brekku getur orðið að ljótum árfarvegi.“ Þegar frostið fer úr jörðinni þarf vatnið að komast í burtu. „Það eru oft ekki til fjármunir til að halda stígum þannig við að þeir þoli svona mikla umferð,“ segir hann og bendir á að stígarnir séu oft gerðir í sjálfboðavinnu, meðal annars af hjólreiðafólki sem vilji halda þeim góðum. Óttast leiðindi Magne segir að fjallahjólasportið sé nýtt hérna á Íslandi. Þess vegna hafi margir lítinn skilning á því. „Þetta er svo nýtt fyrir fólki og maður er hræddur um að það verði leiðindi,“ segir Magne. „Ef það sést far eftir reiðhjól verður allt brjálað. Það er ekki hægt að segja það sama um för eftir heilt stóð af hestum.“ Skaðinn sé hins vegar ekkert minni. Hann segir að ef hjólreiðafólk fari vel með náttúruna séu meiri líkur á góðu viðmóti og að hjólaumferð verði ekki bönnuð neins staðar. „Ef við bíðum aðeins þá verður þetta frábært þegar allt er þornað,“ segir hann. Þetta taki í mesta lagi tvær vikur, jafn vel aðeins nokkra daga.
Ferðamennska á Íslandi Hjólreiðar Tengdar fréttir Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Umdeildur brottflutningur vekur ugg innan Samfylkingarinnar Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Fjaðrárgljúfur á kafi í drullu og verður lokað Umhverfisstofnun mun loka Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi tímabundið vegna bleytu og ástands svæðisins. Lokunin tekur gildi klukkan 9 á morgun, skírdag, og gildir í tvær vikur. 5. apríl 2023 15:44