Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 07:01 Fjarskiptasæstrengir á vegum Farice. Farice Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins. Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins.
Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28