Handbolti

Sigursteinn Arndal: „Vissulega var ekki allt frábært í okkar leik í dag“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Sigursteinn Arndal gefur skipanir til sinna manna.
Sigursteinn Arndal gefur skipanir til sinna manna. Vísir/Diego

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sáttur með sigurinn er liðið vann eins marks sigur á KA 28-27 í Olís-deild karla í kvöld.

„Fyrst og síðast er ég ánægður með sigurinn og við vorum að mæta liði sem var að berjast fyrir lífi sínu. Þetta eru erfiðir leikir og vissulega var ekki allt frábært í okkar leik í dag en fyrst og síðast er ég ánægður að halda áfram. Að vera ekki að svekkja sig þó hlutirnir eru ekki að falla heldur að halda í conceptið okkar og spila góða vörn.“

Varnarleikur FH var ragur í fyrri hálfleik og varði Phil Döhler, markmaður FH einungis tvo bolta. Sigursteinn sagðist ekki hafa breytt miklu á milli hálfleikja en þrátt fyrir erfiða byrjun sé hann ánægður með sigurinn.

„Við breyttum ekki miklu. Það var kannski óvanalegt og Phil veit það manna best að hann átti ekki sinn besta leik en það er svo sem allt í lagi að hann eigi það einstaka sinnum. Fyrst og fremst er ég ánægður með sigurinn.“

FH er í öðru sæti deildarinnar og stefna þeir á að halda því fram að úrslitakeppni.

„Það er að halda show og fæting. Við erum að fara eftir öðru sætinu, það er besti mögulegi árangurinn núna. Á sama tíma erum við að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×