Tekist á um rafbyssuvæðingu: Svör forsætisráðherra ófullnægjandi og óskýr Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. mars 2023 22:27 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Forsætisráðherra segir það alltaf háð mati hvers ráðherra fyrir sig hvort mál teljist svo mikilvæg að bera þurfi þau upp við ríkisstjórn áður en ákvörðun er tekin. Það mat geti verið ólíkt milli ráðherra, eins og um rafbyssuvæðingu dómsmálaráðherra, og það hljóti að vera pólitískt. Sérstök umræða fór fram á Alþingi síðdegis um ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis sagði fyrir helgi að sú ákvörðun hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Jón hefur lýst yfir furðu yfir þessari afstöðu umboðsmanns en Katrín Jakobsdóttir sagst sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðinguna á ríkisstjórnarfundi. Matið byggist á pólitískum sjónarmiðum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði því eftir svörum frá Katrínu vegna málsins um hvað hún hygðist gera í ljósi bréfs umboðsmanns. „Það er á ábyrgð hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort ákvörðun í tilteknu máli feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingu þannig að þau skuli bera upp í ríkisstjórn,“ svaraði Katrín. Það verði alltaf háð mati hvers ráðherra hvaða mál teljist mikilvæg þannig að þau skuli leggja fyrir ríkisstjórn. Það mat, eins og þetta dæmi sýni, geti verið ólíkt milli ráðherra. „Að einhverju leyti hlýtur slíkt mat að vera byggt á pólitískum sjónarmiðum og að því leyti þarf það kannski ekki að koma á óvart að ég hafi aðra sýn en hæstvirtur dómsmálaráðherra um það hvað teljist vera áherslubreyting,“ sagði Katrín. Svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi Arndís Anna ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi. „Það voru óskýr og kannski svona ákveðin mótsögn sem greindi þarna í svörum forsætisráðherra. Annars vegar talar hún um að það sé í rauninni hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort mál eigi erindi við ríkisstjórnina en svo talar hún sjálf um að henni finnist þetta hafi átt erindi við ríkisstjórnina og að það þurfi að tryggja og jafnvel auka samráð í ríkisstjórninni,“ segir Arndís Anna. Þá segist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum með svör Katrínar og að hún hafi ekki svarað öllum spurningum hennar. „Ég til dæmis spurði hana út í það sem kom fram í umræðunni varðandi þessa í rauninni óvirðingu sem hæstvirtur ráðherra sýnir Umboðsmanni Alþingis, gerir lítið úr áliti umboðsmanns, segist ekki sammála og virðist ekki telja sig neitt skuldbundinn til að hlusta, sem er mjög alvarlegt. Og hún svaraði ekki spurningu minni varðandi það hvort hún teldi það áhyggjuefni eða einhverja ástæðu til að bregðast við því,“ segir Arndís Anna. Ekki hissa á að óánægjuraddir hafi heyrst úr röðum ríkisstjórnarinnar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa almennt staðið þétt við bakið á Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í málinu en óánægjuraddir hafa heyrst innan úr röðum stjórnarliða. Það segir Arndís Anna ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Það kom alls ekki á óvart, vegna þess að alveg sama hvað fólki gæti þótt um nauðsyn þess að lögreglan beri, til dæmis, þessi rafvopn, þá hefur þessi umræða bara einfaldlega ekki átt sér stað. Það hefur ekki átt sér stað nein lýðræðisleg umræða, þetta samtal sem við þurfum að eiga sem þjóðfélag um það hvernig við viljum að lögreglan starfi og um samskipti lögreglu og borgaranna. Það kemur alls ekki á óvart að jafnvel innan raða meirihlutans þá sé ágreiningur uppi. Við höfum í rauninni ekki tekið þetta samtal,“ segir Arndís Anna að lokum. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15. mars 2023 12:46 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Sérstök umræða fór fram á Alþingi síðdegis um ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn. Umboðsmaður Alþingis sagði fyrir helgi að sú ákvörðun hafi ekki samræmst kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. Jón hefur lýst yfir furðu yfir þessari afstöðu umboðsmanns en Katrín Jakobsdóttir sagst sammála umboðsmanni Alþingis um að það hefði verið betri stjórnsýsla hjá dómsmálaráðherra að ræða rafbyssuvæðinguna á ríkisstjórnarfundi. Matið byggist á pólitískum sjónarmiðum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata óskaði því eftir svörum frá Katrínu vegna málsins um hvað hún hygðist gera í ljósi bréfs umboðsmanns. „Það er á ábyrgð hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort ákvörðun í tilteknu máli feli í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingu þannig að þau skuli bera upp í ríkisstjórn,“ svaraði Katrín. Það verði alltaf háð mati hvers ráðherra hvaða mál teljist mikilvæg þannig að þau skuli leggja fyrir ríkisstjórn. Það mat, eins og þetta dæmi sýni, geti verið ólíkt milli ráðherra. „Að einhverju leyti hlýtur slíkt mat að vera byggt á pólitískum sjónarmiðum og að því leyti þarf það kannski ekki að koma á óvart að ég hafi aðra sýn en hæstvirtur dómsmálaráðherra um það hvað teljist vera áherslubreyting,“ sagði Katrín. Svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi Arndís Anna ræddi við fréttastofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir svör forsætisráðherra ekki fullnægjandi. „Það voru óskýr og kannski svona ákveðin mótsögn sem greindi þarna í svörum forsætisráðherra. Annars vegar talar hún um að það sé í rauninni hvers ráðherra fyrir sig að meta hvort mál eigi erindi við ríkisstjórnina en svo talar hún sjálf um að henni finnist þetta hafi átt erindi við ríkisstjórnina og að það þurfi að tryggja og jafnvel auka samráð í ríkisstjórninni,“ segir Arndís Anna. Þá segist hún hafa orðið fyrir vonbrigðum með svör Katrínar og að hún hafi ekki svarað öllum spurningum hennar. „Ég til dæmis spurði hana út í það sem kom fram í umræðunni varðandi þessa í rauninni óvirðingu sem hæstvirtur ráðherra sýnir Umboðsmanni Alþingis, gerir lítið úr áliti umboðsmanns, segist ekki sammála og virðist ekki telja sig neitt skuldbundinn til að hlusta, sem er mjög alvarlegt. Og hún svaraði ekki spurningu minni varðandi það hvort hún teldi það áhyggjuefni eða einhverja ástæðu til að bregðast við því,“ segir Arndís Anna. Ekki hissa á að óánægjuraddir hafi heyrst úr röðum ríkisstjórnarinnar Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa almennt staðið þétt við bakið á Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra í málinu en óánægjuraddir hafa heyrst innan úr röðum stjórnarliða. Það segir Arndís Anna ekki koma sér sérstaklega á óvart. „Það kom alls ekki á óvart, vegna þess að alveg sama hvað fólki gæti þótt um nauðsyn þess að lögreglan beri, til dæmis, þessi rafvopn, þá hefur þessi umræða bara einfaldlega ekki átt sér stað. Það hefur ekki átt sér stað nein lýðræðisleg umræða, þetta samtal sem við þurfum að eiga sem þjóðfélag um það hvernig við viljum að lögreglan starfi og um samskipti lögreglu og borgaranna. Það kemur alls ekki á óvart að jafnvel innan raða meirihlutans þá sé ágreiningur uppi. Við höfum í rauninni ekki tekið þetta samtal,“ segir Arndís Anna að lokum.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Rafbyssur Píratar Tengdar fréttir Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45 Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59 Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15. mars 2023 12:46 Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Bein útsending: Katrín svarar fyrir rafbyssumálið Sérstök umræða um samráðsleysi dómsmálaráðherra við ríkisstjórnina varðandi rafbyssur verður í dag á Alþingi klukkan 15.45. Horfa má á umræðuna í beinni útsendingu hér að neðan. 20. mars 2023 14:45
Fullyrðingar ráðherra um verulega fjölgun slysa standast ekki skoðun Fullyrðingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um að slysum á lögreglumönnum hafi fjölgað verulega á síðustu árum fást ekki staðist samkvæmt gögnum frá Vinnueftirlitinu. Ráðherra hefur ítrekað vísað til þessa til að réttlæta að heimila lögreglu að bera rafbyssur. 17. mars 2023 07:59
Afgreiðsla Jóns á rafbyssuheimild ekki góð stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis segir þá ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að afgreiða heimild til handa lögreglu til að bera rafvopn án þess að bera málið undir ríkisstjórn ekki samræmast kröfum um vandaða stjórnsýsluhætti. 15. mars 2023 12:46
Á von á að rafbyssum verði beitt sjaldnar en tíu sinnum á ári Yfirmaður menntamála lögreglunnar á von á að rafbyssum verði ekki oft beitt hér á landi, eða sjaldnar en tíu sinnum á ári. Mikil þjálfun lögreglumanna sé framundan. 25. janúar 2023 13:01