Sport

Shiffrin upp fyrir Stenmark og er sú sigursælasta frá upphafi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mögnuð!
Mögnuð! vísir/Getty

Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin vann keppni í svigi í Svíþjóð í dag og eignaði sér þar með met sænsku goðsagnarinnar Ingemar Stenmark.

Shiffrin vann þarna sitt 87. heimsbikarmót í alpagreinum og er þar með orðin sú sigursælasta frá upphafi.

Stenmark vann 86 heimsbikarmót á árunum 1974-1989 sem gerði hann að sigursælasta skíðamanni sögunnar og hefur hann haldið þeim heiðri þar til í dag.

Shiffrin er 27 ára gömul en var aðeins sextán ára gömul þegar hún tók þátt í sínu fyrsta heimsbikarmóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×