„Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:31 Elvar Már Friðriksson var langstigahæstur Íslands í sigrinum grátlega með 25 stig. FIBA Óhætt er að segja að grátlegasti sigur í sögu þjóðar hafi unnist á sunnudag. Ekki er víst að sæti á HM í körfubolta bjóðist í bráð. Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Leikur íslenska karlalandsliðsins gegn Georgíu vannst með þriggja stiga mun en ljóst var fyrir leik að Ísland þyrfti fjögurra stiga sigur eða stærri til að komast á heimsmeistaramótið. Þar sem munurinn var aðeins þrjú stig fer Georgía á mótið á kostnað Íslands. „Þetta er líklega grátlegasti sigur Íslands frá upphafi. Þriggja stiga sigur sem dugði því miður ekki og þessar lokasekúndur þar sem okkar besti skotmaður [Elvar Már Friðriksson] fær galopið skot eftir sendingu frá Jóni Axel [Guðmundssyni]. Að klikka úr því í restina er þyngra en tárum taki,“ sagði Hörður Unnsteinsson um skotið sem hefði getað komið Íslandi á HM. „Það er talsvart langt í það, næsta heimsmeistaramót er þá 2027. Kjarninn okkar er sem betur fer á góðum aldri, Elvar Már og Martin [Hermannsson] eru 28-29 ára. Svo erum við með unga stráka sem eru að koma upp svo framtíðin er svo sannarlega björt en það er rosalega súrt að hafa orðið af þessum glugga,“ sagði Hörður um möguleika Íslands á að komast á HM í framtíðinni. Ólympíu-umspil er næst hjá íslenska liðinu en ekki er víst hvort Ísland spili þar alla leiki. KKÍ sér fram á fjárskort vegna lægri flokkunar úr afrekssjóði ÍSÍ. „Það þarf eitthvað kraftaverk til að gerast að við náum þangað inn en frábært að fá að taka þátt. Höfum verið þar tvisvar áður að mig minnir. Ef ÍSÍ heldur áfram að styrkja íslenskt körfuboltalandslið og KKÍ hefur efni á því munum við taka þar þátt í forkeppni undankeppninnar í ágúst á þessu ári.“ „Það er í rauninni alveg fáránlegt. Hefði Ísland unnið með fjórum stigum í gær hefði þetta verið eitthvað stærsta afrek sem íslenskt hópíþróttalandslið hefur náð síðan við komumst á HM í fótbolta. Það er frekar súrrealískt að pæla í því að mögulega verðum við ekki með í næstu undankeppni, það er algjörlega galið,“ sagði Hörður að endingu.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira