Eftir sorgina í gær tekur við löng leið fyrir Ísland á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2023 12:01 Íslenska liðið var eins nálægt sæti á HM og hugsast gæti. Eftir leikinn í Georgíu í gær er ljóst að liðið þarf að í forkeppni fyrir Ólympíuleikana í París, en með því að komast á HM hefði sæti í undankeppni ÓL verið tryggt. FIBA Að því gefnu að KKÍ hafi til þess fjármagn mun íslenska karlalandsliðið í körfubolta verða meðal þeirra þjóða sem í ágúst freista þess að feta langan og torfæran veg að Ólympíuleikunum í París 2024. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, hefur sagt að vegna þess að sambandið fái í ár mun minna úthlutað úr Afrekssjóði en í fyrra ríki óvissa um framhaldið hjá íslenskum landsliðum í körfubolta. Það hefði breyst ef Ísland hefði tryggt sig inn á HM í Tbilisi í gær en Ísland var einu stigi frá því og hefur þar með ekki komist á stórmót síðan árið 2017. Þyrfti nánast kraftaverk til að komast á ÓL Ísland hafði hins vegar þegar tryggt sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna, með því að komast á síðasta stig undankeppni HM. Það hefur raunar legið fyrir frá því að Rússlandi, sem var í riðli með Íslandi, var vísað úr keppni í fyrra vegna innrásarinnar í Úkraínu. En það þyrfti nánast kraftaverk til að Ísland kæmist á Ólympíuleikana, svo torfær er leiðin. Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust. Ísland byrjar á forkeppni sextán Evrópuþjóða þar sem aðeins tvö lið munu komast áfram í undankeppni Ólympíuleikanna. Ísland mun í forkeppninni eiga í höggi við önnur lið sem ekki komust inn á HM, eins og til að mynda Tyrkland, Svíþjóð, Ungverjaland og fleiri. Með því að komast á HM hefði Ísland losnað við þessa forkeppni. Barátta við nítján lið af HM um fjögur laus sæti Það væri mikið afrek en raunhæft að komast áfram úr forkeppninni en þá tæki við undankeppni með alls 24 liðum úr öllum heimsálfum, þar af 19 liðum af HM sem ekki ná að tryggja sig beint inn á ÓL með árangri á HM. Og í þessari undankeppni leika 24 þjóðir um aðeins fjögur laus sæti. Þeim verður skipt í fjögur sex liða mót og aðeins sigurvegari hvers móts kemst til Parísar. Sem dæmi má nefna að fyrir síðustu Ólympíuleika, í Tókýó, komust lið Tékklands, Þýskalands, Slóveníu og Ítalíu áfram í gegnum undankeppnina en á meðal liða sem ekki komust áfram voru Serbía, Grikkland, Litháen, Kanada og Rússland.
Körfubolti karla á ÓL í París Tólf lið taka þátt, þar á meðal sennilega gestgjafar Frakklands en FIBA á þó eftir að staðfesta það. Sjö lið komast á ÓL í gegnum HM í haust en það eru: Efstu tvær Evrópuþjóðirnar Efstu tvær Ameríkuþjóðirnar Efsta Afríkuþjóðin Efsta Asíuþjóðin Efsta Eyjaálfuþjóðin Eftir standa fjögur laus sæti sem spilað verður um í undankeppni ÓL en til að komast í hana spilar Ísland í forkeppni sem hefst í haust.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira