Rodgers hefur lokið hugleiðslunni varðandi framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 18:32 Aaron Rodgers fer sínar eigin leiðir. Joshua Bessex/Getty Images Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, í NFL-deildinni var á báðum áttum með hvort hann vildi halda áfram að spila eða hvort það væri tími til kominn að setja skóna á hilluna. Hann lokaði sig inni á hálfgerðu hugleiðslusetri og hefur nú tekið ákvörðun. Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta. NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta.
NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31