Rodgers hefur lokið hugleiðslunni varðandi framtíð sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 18:32 Aaron Rodgers fer sínar eigin leiðir. Joshua Bessex/Getty Images Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, í NFL-deildinni var á báðum áttum með hvort hann vildi halda áfram að spila eða hvort það væri tími til kominn að setja skóna á hilluna. Hann lokaði sig inni á hálfgerðu hugleiðslusetri og hefur nú tekið ákvörðun. Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta. NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ Sjá meira
Þegar tímabilinu í NFL deildinni lauk var framtíð Rodgers eitt af heitustu umræðuefnunum ef frá er tekið meistaralið Kansas City Chiefs. Það styttist í að hinn 39 ára gamli leikstjórnandi leggi skóna á hilluna en til að komast að ákvörðun ákvað hann að skrá sig inn á hugleiðslusetrið Sky Cave Retreats. Þar ætlaði Rodgers að vera í fjóra daga og fjórar nætur en samkvæmt eiganda setursins þá skráði hann sig út eftir aðeins þrjá daga. Dögunum þremur eyddi hann í 28 fermetra herbergi með engri náttúrulegri dagsbirtu. Hann var með rúm, dýnu til að hugleiða og baðherbergi. Þá var komið með mat til hans. Aaron Rodgers has ended his 'darkness retreat' according to the owner of the facility, per @Xuan_Thai pic.twitter.com/6BgNrPS6e1— Bleacher Report (@BleacherReport) February 23, 2023 Enn er óvitað hvort Rodgers ætli að halda áfram eða hvort hann ætli að leggja skóna á hilluna. Reikna má með miklu húllumhæ þegar hann tilkynnir ákvörðun sína. Það sem við vitum er að Rodgers mun þéna 60 milljónir Bandaríkjadala [8,7 milljarðar íslenskra króna] á næstu leiktíð. Ef það fer svo að hann verði áfram í deildinni er alls óvíst hvort hann verði áfram leikmaður Green Bay en liðið virðist tilbúið að losa sig við manninn sem hefur stýrt liðinu síðan 2008. New York Jets hefur áhuga að fá Rodgers í sínar raðir og gæti því verið að hann feti í fótspor forvera síns, Brett Favre. Honum var á sínum tíma skipt til New York Jets eftir að hann ákvað að hætta við að hætta.
NFL Tengdar fréttir Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Breiðablik - Samsunspor | Logi í heimsókn hjá Blikum Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Afturelding - Haukar | Toppslagur í Mosfellsbæ Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ Big Ben í kvöld: Góðir gestir með reynslu úr fótbolta og fjölmiðlum Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Búast við metáhorfi Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ Sjá meira
Endar Brady hjá Patriots og Rodgers hjá Jets? NFL deildin er í fullum gangi um þessar mundir en það stoppar þó ekki spekinga að spá fyrir um hvað gerist að tímabilinu loknu. Í grein The Athletic er því velt upp hvað stórstjörnurnar Tom Brady og Aaron Rodgers munu gera að tímabilinu loknu en möguleikarnir eru nokkrir. 30. nóvember 2022 23:31