Elvar Már setti niður 22 stig en bakvörðurinn tók einnig þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á þeim um það bil 24 mínútum sem hann spilaði.
Þetta var fjóðri deildarsigur Rytas í röð en liðið hefur nú unnið 14 sigra og er með fjögur töp á bakinu eftir 18 leiki.
Rytas er í öðru sæti deildarinnar á eftir forystusauðnum Zalgiris Kaunas sem hefur fatast flugið í undanförnum tveimru leikjum.