„Þórsarar horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 15:02 Antonio „Booman“ Williams í leik með KR en hann hefur spilað tvo leiki með liðinu. Annar vannst en hinn tapaðist í framlengingu. Vísir/Diego Tvö lið sem urðu Íslandsmeistarar fyrir aðeins nokkrum árum spila líf upp á líf eða dauða í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan. Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan.
Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira