„Þórsarar horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 15:02 Antonio „Booman“ Williams í leik með KR en hann hefur spilað tvo leiki með liðinu. Annar vannst en hinn tapaðist í framlengingu. Vísir/Diego Tvö lið sem urðu Íslandsmeistarar fyrir aðeins nokkrum árum spila líf upp á líf eða dauða í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan. Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Botnlið KR tekur á móti Þórsurum úr Þorlákshöfn sem sitja í tíunda sætinu, fjórum stigum fyrir ofan Vesturbæinga. Leikurinn hefst klukkan 18.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Guðjón Guðmundsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson, umsjónarmann Subway Körfuboltakvöld, í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Þetta skiptir miklu máli. Bæði liðin eru búin að ströggla á þessari leiktíð, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þau eru búin að vera í svona þriggja liða pakka alveg við fallið,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda „Þórsarar unnu síðasta leik á móti Hetti og eru að horfa upp töfluna en KR-ingar eru að róa lífróður. Þeir eru núna fjórum stigum frá öruggu sæti og það eru Þórsarar sem eru í næsta örugga sæti fyrir ofan KR. KR-ingar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld,“ sagði Kjartan Atli. Væri það dauðadómur fyrir KR-liðið tapi það leiknum í kvöld? „Nei, ekki alveg. KR-ingar eru búnir að bretta upp ermarnar þó þeir séu í körfuboltabúningum. Þeir líta út fyrir að geta unnið núna mjög mörg lið í þessari deild. Þetta er enginn dauðadómur en mjög mikilvægur leikur,“ sagði Kjartan. Átta leikmenn úr fyrri leiknum ekki með í kvöld „KR-ingar unnu fyrri leikinn með þremur stigum og til marks um hvað þetta er búið að vera erfitt tímabil fyrir bæði lið þá eru átta leikmenn, sem léku stórt hlutverk í þeim leik, ekki með í kvöld. Það er búin að vera mikil leikmannavelta hjá báðum þessum liðum,“ sagði Kjartan sem sér þó framfarir hjá liðunum tveimur. „Þau eru búin að hitta á góða blöndu og þetta verður svakalegur leikur í kvöld,“ sagði Kjartan. „Það sá það enginn fyrir í upphafi mótsins að KR yrði í þessari stöðu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Skakkaföll sem enginn sá fyrir „Nei það sá það enginn fyrir en ég held að allir hafi séð fyrir að þetta gæti orðið erfitt tímabil. Ekki svona erfitt. Það var ekki hægt að reikna út öll þessi skakkaföll sem KR-ingar urðu fyrir eins og með bandaríska stjörnuleikmanninn þeirra Michael Mallory sem hóf tímabilið með þeim. Hann meiddist á undirbúningstímabilinu og þú getur ekki spáð fyrir um það,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er búið að vera erfitt en Helgi Már þjálfari er búinn að finna fína blöndu núna. Þeir sýndu það á móti Haukum að þeir geta unnið öll liðin í deildinni,“ sagði Kjartan.
Subway-deild karla KR Þór Þorlákshöfn Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira