Lífið

Til­kynnti á­horf­endum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tón­leikum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Tónlistarmaðurinn Mugison var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar.
Tónlistarmaðurinn Mugison var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Stöð 2

„Ég kúkaði á mig uppi á sviði í Brussel,“ rifjar tónlistarmaðurinn Mugison upp, aðspurður hvert sé vandræðalegasta augnablik sem hann hafi upplifað uppi á sviði.

Mugison, sem heitir réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, var viðmælandi í nýjasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar. Þar fór hann yfir ferilinn og rifjaði meðal annars upp augnablikið þegar hann kúkaði á sig á miðjum tónleikum.

Hann var þá staddur á tónleikaferðalagi í Evrópu með hljómsveitunum Ghost Digital og Aparat Organ Quartet. Mugison hafði fengið sér kebab eitt kvöldið og vaknaði daginn eftir með matareitrun. Þann dag átti hópurinn fyrir höndum langa bílferð til Brussel þar sem hann var að fara vera með tónleika um kvöldið.

Áreynslan var honum um megn

„Svo var ég allan daginn á klósettinu og var kominn með hita og allt,“ lýsir Mugison. Hann hringdi í konuna sína og sagðist ekki vera viss um að hann gæti stigið á svið. Hún sagði honum hins vegar að harka af sér og klára giggið.

„Ég byrja að spila og það gengur vel. Ég tek tvö - þrjú lög. Svo er lag sem heitir I‘m on Fire og það er svona verið að rimma í því lagi,“ segir Mugison sem á þá við ákveðinn söngstíl sem líkist öskri, sem krafðist þess að hann þurfti aðeins að hita röddina upp, sem hann gerði uppi á sviði.

Sú áreynsla reyndist honum hins vegar um megn og varð það til þess að hann kúkaði í buxurnar uppi á miðju sviði. Mugison sá enga aðra leið út úr þessum aðstæðum en að tilkynna áhorfendum hvað hefði skeð.

„Það hlógu allir og héldu bara að ég væri með eitthvað uppistand,“ en þegar hann sneri sér við og áhorfendur sáu blettinn aftan á honum, þagnaði salurinn samstundis.

Kúkurinn stoppaði ljósmyndarann ekki

Þegar hann labbaði út af sviðinu kom að honum franskur ljósmyndari sem vildi endilega fá að taka af honum ljósmynd.

„Ég segi við hann: „Sorry I just shitted myself, I have to go to the hotel“,“ en ljósmyndaranum virtist vera alveg sama og byrjaði að smella af.

„Ég fann bara að draslið var að storkna og hitna og mér leið ógeðslega illa. Svo fann ég bara að ég þurfti að skíta aftur,“ segir Mugison sem sér þó augljóslega húmorinn í þessum óheppilegu aðstæðum í dag.

Klippa: Tilkynnti áhorfendum að hann hefði kúkað í buxurnar á miðjum tónleikum

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×