Sport

Djoko­vic jafnaði Nadal með sigri í Ástralíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Djokovic fagnar.
Djokovic fagnar. Lintao Zhang/Getty Images

Novak Djokovic sigraði Opna ástralska risamótið í tennis. Hann hefur þar með unnið 22 risamót á ferli sínum. Enginn hefur unnið fleiri.

Hinn 35 ára gamli Djokovic kann vel við sig í Ástralíu þó svo að honum hafi verið hent úr landi eftir að koma þangað óbólusettur á síðasta ári. Fyrir mótið í ár hafði hann unnið það níu sinnum og því var í raun aldrei spurning hvað myndi gerast eftir að hann komst í úrslit.

Djokovic vann Grikkjann Stefanos Tsitsipas í þremur settum og vann þar með Opna ástralska í 10. sinn. Hann hefur nú unnið 22 risamót á ferli sínum en enginn hefur unnið fleiri síðan byrjað var að keppa í risamótum eins og við þekkjum þau í dag.

Rafael Nadal hefur einnig unnið 22 og Roger Federer vann 20 áður en hann lagði spaðann á hilluna síðasta haust.

Djokovic mun endurheimta toppsætið á heimslistanum þegar hann verður uppfærður á morgun, mánudag.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.