Innlent

Bein útsending: Hvað er hugsun?

Eiður Þór Árnason skrifar
Fræðslufundurinn fer fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar.
Fræðslufundurinn fer fram í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm

Hvað er hugsun? er heitið á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar þar sem fjórir fyrirlesarar velta fyrir sér hvernig hugsun fæðist og hvaða þýðingu fyrirbærið hugsun hefur fyrir alla okkar tilveru.

Fundurinn hefst um klukkan 13 og má fylgjast með honum í spilaranum. Kári Stefánsson fjallar meðal annars um það hvernig hugsanir ráða flestu í okkar lífi þótt við höfum næstum enga hugmynd um hvað hugsun sé eða hvernig hún verður til, að því er fram kemur í tilkynningu.

Að sögn Íslenskrar erfðagreiningar mun Jörgen L. Pind næst grípa niður í heimspeki nýaldar þar sem rætur hinnar „sálarlausu sálfræði“ sem varð til á síðari hluta 19. aldar liggja. Því næst ætlar hann að segja frá rannsóknum á hugsun, einkum þeirra Tverskys og Kahnemanns, en Kahnemann hlaut Nóbelsverðlaun fyrir þær árið 2002. Loks fjallar Jörgen um vitundina og horfir frá þeim til nútímalegra hugtaugavísinda.

Nanna Briem mun nálgast hugsun frá sjónarhóli geðlæknisins og veltir upp þeim breytingum sem geðrænir sjúkdómar valda á hugsun og hvernig þær stjórna líðan okkar.

Jón Kalman Stefánsson slær botninn í umræðurnar með því að ræða hugsun eða öllu heldur hugsunarleysi ljóðsins, heila á hestbaki, halastjörnur, stangveiði, ljósakrónur, spámanninn Esekíel og James Webb-sjónaukann, og gerir atlögu að því að útskýra hvers vegna það eru sextán mánuðir í árinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×