Lífið samstarf

Komu saman til að heiðra minningu Helga

X977
Rúnar og Sturla dustuðu rykið af Bucking Fastards og spiluðu á minningarhátíð til heiðurs vini þeirra sem lést árið 2019.
Rúnar og Sturla dustuðu rykið af Bucking Fastards og spiluðu á minningarhátíð til heiðurs vini þeirra sem lést árið 2019.

Þeir Rúnar Örn Jóhönnu- Marinósson og Sturla Sigurðarson kynntust í gegnum sameiginlegan vin, Helga, árið 2016. Eftir að Helgi lést 2019 var haldið festival honum til heiðurs, Helgi Fest minningarhátíð, þar sem fjöldi af hljómsveita kom fram.

Rúnar og Sturla dustuðu þá rykið af Bucking Fastards, sem Helgi og Sturla höfðu stofnað sem unglingar, og spiluðu á festivalinu sem var haldið í Leipzig þar sem Helgi hafði verið búsettur. 

Lag Bucking Fastards, Don Coyote er komið í úrslit Sykurmolans, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar. Danni Dæmalausi , útvarpsmaður á X977 hitti Rúnar og Sturlu en Danni mun kynna listafólkið á bak við lögin sem komust í úrslit hér á Vísi.

Klippa: Bucking Fastards komust í úrslit Sykurmolans

Rúnar og Sturla eru báðir að læra myndlist erlendis en koma reglulega heim og halda þá tónleika. Bucking Fastards gaf út plötuna Hey There Old Pal í Nóvember 2022 og þar má finna lagið Don Coyote.

Útslitalög Sykurmolans eru í spilun á X977

Lögin sem komust í úrslit Sykurmolans eru í spilun á X977 út janúar, þau lög eru:

  • Karma Brigade – Alive
  • Winter Leaves – Feel
  • Bucking Fastards – Don Coyote
  • Beef – Góði hirðirinn
  • Blankíflúr & Jerald Coop – Modular Heart
  • Auður Linda – I´m Not The One
  • Merkúr – Faster Burns The Fuse
  • Sóðaskapur – Mamma ver

Í byrjun febrúar fer svo fram kosning, hér á Vísi, sem mun eiga þátt í því að ráða hvaða listafólk hlýtur hvorki meira né minna en 250.000 kr. í verðlaun.

Keppnin í ár er í samstarfi við Orku náttúrunnar


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.