Handbolti

Myndir frá mögnuðu kvöldi í Kristianstad

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stuðningsmennirnir settu svip sinn á leikinn í gær.
Íslensku stuðningsmennirnir settu svip sinn á leikinn í gær. vísir/vilhelm

Íslendingar hófu heimsmeistaramótið í handbolta 2023 af fítonskrafti og unnu Portúgali í fyrsta leik sínum, 30-26.

Íslendingar voru ekki bara betri inni á vellinum heldur áttu þeir stúkuna og fylltu drjúgann hluta sætanna í stúkunni í höllinni í Kristianstad.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á leiknum og fangaði stemmninguna, jafnt inni á vellinum og uppi í stúku.

Brot af því besta af myndum Vilhelms má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Elliði Snær um stuðnings­menn Ís­lands: „Vissi að þeir væru bilaðir en ekki svona bilaðir“

„Í fyrsta lagi takk, get ekki lýst því. Geðveikt, gjörsamlega geðveikt að fá að spila á heimavelli í Svíþjóð,“ sagði Elliði Snær Viðarsson eftir sigur Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta. Eftir að Elliða var óskað til hamingju með sigurinn var hann spurður hversu skemmtilegt það hefði verið að spila þennan leik.

Skýrsla Henrys: Eurovision-stemningin heldur áfram af fullum krafti

Ég er á mínu sextánda stórmóti í handbolta en gæsahúðin sem ég fékk fyrir leik í Kristianstad í kvöld er ekki mjög algeng. Þvílík umgjörð og stemning sem Íslendingarnir í stúkunni buðu upp á. Við vorum svo sannarlega á heimavelli.

„Maður felldi tár yfir þessum stór­kost­legu stuðnings­mönnum“

„Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við.

„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“

„Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26.

„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“

„Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega.

Tryllt stemning í Ís­lendinga­partýi fyrir leikinn

Það styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta sem fram fer í kvöld. Stefán Árni Pálsson tók púlsinn á stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum er þeir hituðu upp fyrir leikinn í Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×