Handbolti

Twitter fór mikinn: „Björg­vin varði aftur! Ó­­­MÆGOD! VIÐ ERUM AÐ FARA AÐ VERÐA HEIMS­­MEISTARAR!“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson í leik kvöldsins.
Björgvin Páll Gústavsson í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm

Ísland hóf HM í handbolta með fjögurra marka sigri á Portúgal, lokatölur 30-26. Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik og spennustigið mjög hátt, bæði innan vallar sem og á Twitter þar sem Íslendingar fóru mikinn eins og svo oft áður.

Það hefur ríkt mikil spenna fyrir mótinu enda mörg sem telja að Ísland geti farið mjög langt á mótinu. Þá er hægt að segja að Ísland hafi spilað á heimavelli þar sem stúkan í Kristianstad var blá í kvöld.

Leikurinn byrjaði af miklum krafti og var aðeins of jafn að mati íslenskra aðdáenda.

Ísland seig fram úr í síðari hálfleik og endaði á að vinna leikinn með fjögurra marka mun. Fagnaðarlætin í leikslok voru ósvikin.


Tengdar fréttir

„Maður felldi tár yfir þessum stór­kost­legu stuðnings­mönnum“

„Þetta er búið að vera erfiður aðdragandi. Ég skal alveg játa það,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, aðspurður hvort sigurinn gegn Portúgal í kvöld hafi tekið á taugarnar. Ísland vann fjögurra marka sigur, 30-26, í fyrsta leik sínum á HM og Guðmundi var mjög létt enda andstæðingur kvöldsins ekkert lamb að leika sér við.

„Var ekki að hitta en skal bæta það upp í næsta leik“

„Alltaf gott að klára fyrsta leik,“ sagði Aron Pálmarsson, fyrirliði Íslands, eftir fjögurra marka sigur liðsins á Portúgal í fyrsta leik HM í handbolta. Aron var mjög ánægður með að landa sigri í fyrsta leik þó hann, og liðið í heild, hafi ekki verið upp á sitt besta sóknarlega.

„Þetta er bara ein hindrun á leiðinni“

„Þetta var geggjað allt frá því að þjóðsöngurinn byrjaði. Það kom ákveðin gæsahúð sem fylgdi okkur út leikinn,“ sagði markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson eftir fjögurra marka sigur Íslands gegn Portúgal á HM í handbolta, lokatölur 30-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×