Handbolti

Tryllt stemning í Ís­lendinga­partýi fyrir leikinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Eftirvæntingin var mikil í Kristianstad.
Eftirvæntingin var mikil í Kristianstad. Vísir/Vilhelm

Það styttist óðum í fyrsta leik Íslands á HM í handbolta sem fram fer í kvöld. Stefán Árni Pálsson tók púlsinn á stemningunni hjá íslenskum stuðningsmönnum er þeir hituðu upp fyrir leikinn í Kristianstad.

Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik í kvöld en Íslendingar hafa fjölmennt til Kristianstad í Svíþjóð hvar leikir liðsins í riðlakeppninni fara fram. Mikil tilhlökkun var þar ytra og er hægt að fá innsýn í stemninguna á stuðningsmannasvæðinu (e. fan zone) fyrir leik.

Klippa: Stefán tekur stöðuna á stemningunni

Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 19:30. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og vegleg umfjöllun verður um hann, aðdragandann og eftirmálann.

Sjá má viðtöl Stefáns við stuðningsmenn Íslands og stemninguna í Kristianstad í spilaranum að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×