Michael Smith heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:27 Michael Smith er heimsmeistari í pílukasti í fyrsta sinn. James Chance/Getty Images Englendingurinn Michael Smith tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í pílukasti í kvöld er hann vann nokkuð öruggan 7-4 sigur gegn þrefalda heimsmeistaranum Michael van Gerwen. Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Pílukast Bretland England Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Úrslitaleikurinn var hin mesta skemmtun og bauð meðal annars upp á fyrsta níu pílna legg mótsins. Það var Smith sem kláraði hann, rétt eftir að Van Gerwen hafði verið hársbreidd frá því að gera slíkt hið sama. THE BEST LEG OF ALL TIME! 🤯🔥MICHAEL VAN GERWEN MISSES D12 FOR A NINE-DARTER, AND THEN SMITH PINS A PERFECT LEG HIMSELF!ONE OF THE GREATEST THINGS YOU'LL EVER SEE IN SPORT. pic.twitter.com/WyKWFcxq5V— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Nokkuð jafnræði var með þeim félögum í upphafi leiks þar sem Van Gerwen vann fyrsta settið, Smith vann næstu tvö og kom sér í forystu. Van Gerwen lét það þó ekki slá sig út af laginu og vann fjórða og fimmta settið og kom sér yfir á ný, staðan orðið 3-2, Van Gerwen í vil. Þá tók hins vegar við algjörlega frábær kafli hjá Michael Smith þar sem hann vann hvert settið á fætur öðru. Hann jafnaði metin í 3-3 með því að vinna sjötta settið 3-1, kom sér yfir með 3-2 sigri í næsta setti og vann einnig áttunda og níunda sett. Englendingurinn var því kominn í 6-3 og aðeins einu setti frá því að tryggja sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. JUST ONE MORE SET!Michael Smith is within a set of achieving his darting dream. FOUR sets on the spin from Bully Boy as he moves into a commanding 6-3 lead!WOW. #WCDarts | Final📺 https://t.co/37DNuuK5Me pic.twitter.com/towzwYtVaF— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023 Michael van Gerwen er þó ekki þekktur fyrir að leggjast í jörðina og gefast upp og hann hélt sér inni í leiknum með naumum 3-2 sigri í tíunda setti og hélt vonum sínum þar með á lífi. Hann byrjaði ellefta settið svo af miklum krafti og virtist ætla að minnka muninn enn frekar. Michael Smith snéri taflinu þó við í ellefta settinu, sem reyndist að lokum vera það seinasta, og vann 3-2 sigur. Smith hafði þar með unnið sjö sett og fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn. MICHAEL SMITH IS CHAMPION OF THE WORLD! 🏆The man who was born to be World Champion fulfils his destiny, as Michael Smith defeats Michael van Gerwen 7-4 to claim the biggest prize in darts and become world number one!Dare to dream. pic.twitter.com/36PxPY5W8q— PDC Darts (@OfficialPDC) January 3, 2023
Pílukast Bretland England Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Þorleifur lokið keppni á HM Sport Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Tottenham - Aston Villa | Lærisveinar Emery leita að þriðja sigrinum í röð Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira