Sport

Price og Clayton fyrstir inn í átta manna úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jonny Clayton er á leið í átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í fyrsta skipti.
Jonny Clayton er á leið í átta manna úrslit heimsmeistaramótsins í pílukasti í fyrsta skipti. Mike Owen/Getty Images

Walesverjarnir Gerwyn Price og Jonny Clayton urðu í kvöld fyrstu menn til að tryggja sér sæti í átta manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílukasti.

Gerwyn Price vann öruggan 4-1 sigur gegn Portúgalanum José de Sousa, en Jonny Clayton þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn nýliðanum Josh Rock. Clayton reyndist þó sterkari þegar á reyndi og vann að lokum 4-3 sigur.

Þá fóru einnig fram seinustu viðureignir 32-manna úrslita mótsins fyrr í dag og í kvöld. Þar stóð upp úr fyrsta viðureign kvöldsins þegar Dirk van Duijvenbode mætti Ross Smith.

Leikurinn fór alla leið í sjöunda sett og þar þrufti að framlengja. Vinna þarf seinasta settið með tveimur leggjum til að tryggja sér sigur, en þegar það tókst ekki og staðan var orðin 5-5 í leggjum talið þurfti að grípa til bráðabana.

Það var að lokum hollendingurinn Van Duijvenbode sem bar sigur úr býtum, 4-3, og er því á leið í 16-manna úrslit þar sem hann mætir landa sínum Michael van Gerwen á morgun.

Úrslit kvöldsins

Dirk van Duijvenbode 4-3 Ross Smith

Rob Cross 4-1 Mervyn King

Dave Chisnall 2-4 Stephen Bunting

Luke Humphries 4-3 Vincent van der Voort

Gerwyn Price 4-1 José de Sousa

Jonny Clayton 4-3 Josh Rock




Fleiri fréttir

Sjá meira


×