Brot bannað börnum: „Hann er eins og tuskudúkka“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. desember 2022 17:01 Mike White fékk að finna fyrir Buffalo Bills vörninni um helgina. Joshua Bessex/Getty Images Mike White, leikstjórnandi New York Jets í NFL-deildinni, er á batavegi eftir að hafa lent illa í vörn Buffalo Bills um helgina. Hann var fluttur af vellinum í sjúkrabíl og undirgekkst rannsóknir vegna hættu á innvortis blæðingum. Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Skytturnar fögnuðu sigri gegn Grikkjunum Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Strákarnir í Lokasókninni fóru yfir það hverjir áttu góða og slæma helgi í NFL-deildinni. Patrick Mahomes átti góða helgi er Kansas City Chiefs lögðu Denver Broncos að velli í hörkuleik. Sérstaklega stóð upp úr frábær sending hans á Jerick McKinnon fyrir snertimarki. „Ég hef bara aldrei séð svona áður,“ sagði þáttastjórnandinn Andri Ólafsson um sendinguna. Erfitt í New York Menn áttu hins vegar slæma helgi í New York. Jamie Gillan, sparkari New York Giants átti býsna kómíska tilraun til sparks í leik liðsins við Philadelphia Eagles. Boltinn skoppaði þá er hann undirbjó sparkið og það misheppnaðist hrapallega. Klippa: Lokasóknin: Brot bannað börnum Mike White átti hins vegar hvað versta helgina er hann varð fyrir vörubílnum Matt Milano úr varnarlínu Buffalo Bills, og það í tvígang. Bæði högg voru afar þung en White hélt leik áfram eftir fyrra höggið. „Hann liggur eftir og á erfitt með að ná andanum. Eflaust með brákað rifbein,“ segir Andri um fyrri tæklinguna. Það síðara reyndist hins vegar of þungt til að White gæti haldið áfram leik. „Sjáiði líkamann á honum, hann fer í gegnum hann,“ segir Henry Birgir Gunnarsson um síðari tæklingu Milano á White. „Hann er eins og tuskudúkka,“ bætti hann við. Andri bað þá pródúsent þáttarins um að setja upp rautt merki í horn skjásins. Brot sem þessi væru einfaldlega bönnuð börnum. Er á batavegi White yfirgaf völlinn á sjúkrabíl til að undirgangast rannsóknir vegna möguleika á innvortis blæðingum. Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði degi eftir leik að White væri á batavegi, ekkert alvarlegt hefði fundist í rannsóknum og hann spili að öllum líkindum afar mikilvægan leik Jets-liðsins við Detroit Lions næstu helgi. Einnig má sjá helstu tilþrif helgarinnar sem voru þrjú að þessu sinni þar sem erfitt þótti að velja á milli. Dawson Knox skoraði afar laglegt snertimark fyrir Buffalo Bills í leiknum við Jets, Isiah Pacheco átti framúrskarandi reiðihlaup (e. angry run) fyrir Kansas City Chiefs gegn Denver Broncos og að lokum var það Terrace Marshall Jr. Sem greip boltann með nýstárlegum hætti fyrir Carolina Panthers gegn Seattle Seahawks. Allt ofantalið má sjá í spilaranum að ofan. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Skytturnar fögnuðu sigri gegn Grikkjunum Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira