Viðsnúningurinn er hafinn Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 9. desember 2022 09:30 Á fundi borgarstjórnar í gær var fjárhagsáætlun borgarinnar aðalumræðuefnið. Það eru ávallt ákveðin tímamót þegar að nýr meirihluti, hvort sem er í borgarstjórn, sveitarstjórn eða á Alþingi Íslendinga leggur fram sitt fyrsta frumvarp að fjárhagsáætlun og ekki síður fyrstu fimm ára áætlun í rekstri borgarinnar. Ljóst er að fjárhagsáætlun nýs meirihluta gefur tóninn varðandi þau verkefni framundan eru í rekstri borgarinnar á þessu nýja kjörtímabili. Stærsta og mesta áskorunin er að stíga á bremsuna á útgjaldahlið borginnar, leita nýrra og fjölbreyttari leiða til að fá meira út úr rekstrinum og þannig stuðla sterkari og sjálfbærari rekstri A hluta borgarinnar á sama tíma og sterk grunnþjónusta er tryggð. Krefjandi aðstæður Verkefnið sem RVK-borg stendur frammi fyrir er verðugt og hefur því miður vaxið að umfangi frá því að ársreikningur ársins 2021 lá fyrir með um 3.8 milljarða halla á A hluta. Afkomuspá þessa árs hefur versnað frá hálfsársuppgjöri 2022 .Gert er ráð fyrir að hallinn verði alls 15,3 milljarðar á árinu 2022 – ári sem hefur verið ár áskoranna á heimsvísu, og Reykjavíkurborg hefur svo sannarlega ekki farið varhluta af þeim. Áframhaldandi áhrif covid heimsfaraldurins á áfangakeðjur í heiminum sem og ógeðfelld innrás Rússa inn í Úkraínu hafa knúið áfram kostnaðarverðshækkanir og hökt í heimshagkerfinu með tilheyrandi hækkun verðbólgu og vaxta. Á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum hefur óvissan aukist samhliða og þannig hríslast niður í hækkandi ávöxtunarkröfur á skuldabréfamörkuðum sem fólk, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög finna fyrir svo um munar. Það dylst því engum að verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er krefjandi, en er langt í frá óyfirstíganlegt. Sú fjárhagsáætlun sem var samþykkt á fundinum þriðjudaginn s.l. hefur að geyma fjölmargar aðgerðir sem markar upphafið að viðsnúningum í rekstri borgarinnar. Í þessari áætlun er boðað aukið aðhald, aukna ráðdeild og skýrari forgangsröðun til þess styrkja stöðu borgarinnar til lengri tíma. Á sama tíma verður staðið vörð um grunnþjónustu borgarinnar og haldið áfram að fjárfesta í borginni okkar með skipulögðum hætti. Jákvæðar tölur 2025 Meðal þeirra markmiða og megináherslna sem birtast okkur í fjármálastefnu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin eru m.a.: •Að ná jafnvægi í rekstri A-hluta borgarsjóðs og aðveltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum standi undir fjármögnun fjárfestinga, lántökum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Þannig stefnum við á að rekstrarniðurstaða borgarinnar verði jákvæð frá og með árinu 2025. •Að ná fram lækkun launaútgjalda íhlutfalli af tekjum þannig að hann verði að hámarki 80% af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum frá og með árinu 2025. •Að fjármagnsskipan hjá B-hluta fyrirtækjum Reykjavíkurborgar verði grandskoðuð og unnin áætlun um að ná fram eðlilegri arðsemi eigin fjár og hagkvæmri samsetningu eigin fjár, skulda og skuldbindinga. Aðgerðir sem skipta máli Samhliða ofangreindu verður umfangsmestu hagræðingaðgerðir borgarinnar frá fjármálahruninu verið hrint í framkvæmd – aðgerðir sem svo sannarlega skipta máli. Þær marka upphafið að nauðsynlegum viðsnúningi til að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem eru sett í fjármálaáætlun borgarinnar til ársins 2027. Strax á næsta ári mun hagræðingarkrafan nema að lágmarki 3,1 milljarði króna og fara vaxandi í komandi árum. Þannig mun hún að lágmarki nema rúmum 5 milljörðum árið 2024 og tæpum 7 milljörðum árið 2025. Á næsta ári verður gerð 1% hagræðingarkrafa á öll sviðborgarinnar. Að sama skapi verður gerð viðbótarhagræðingarkrafa upp á einn milljarð króna, sem byggð verður á tillögum frá einstökum sviðum. Ljóst er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun. Ein af þeim aðgerðum sem mun skipta verulegu máli í að ná betri árangri í rekstri borgarinnar er krafan um hagræðingu í starfsmannahaldi til næstu ára, þar á meðal með aðhaldi í ráðningum samhliða því að leitað verði leiða til samræmingu á verkefnum og breytingar eða niðurlagningu þjónustu. Framtíðin engu að síður björt Í þessari vinnu verður þó sérstaklega hugað að mönnun í grunnþjónustu þar sem ávallt skal tryggt að áætluð mannaflþörf samþykktra fjárheimilda sé til staðar. Þrátt fyrir þær rekstrarlegu áskoranir í rekstri borgarinnar og þær tímabæru hagræðingaraðgerðir sem af þeim leiða, er framtíð Reykjavíkurborgar engu að síður björt. Borgin er þrátt fyrir allt burðug og með eignarhald á góðum fyrirtækjum sem styðja við rekstur hennar. Því eru tækifæri til þess að bæta borgina okkar enn frekar og auka samkeppnishæfni hennar líkt og boðað er í fjárhagsáætlun næstu ára. •Með uppfærðri húsnæðisáætlun borgarinnar í samningum við Húsnæðis og mannvirkjastofnun verður framboð af lóðum stóraukið í samræmi við stefnu okkar í Framsókn. Mikill þungi verður lagður í að tryggja að þær verði byggingarhæfar á sem skemmstum tíma . •Uppbygging á nýjum skólum og leikskólum verður í forgangi og tryggt verður að viðhaldsáætlun vegna mannvirkja borgarinnar, sér í lagi skólahúsnæðis, verði vel unnin. •Útsvar verður ekki hækkað á næstu árum og fasteignaskattar á atvinnuhús verða lækkaðir í lok kjörtímabilsins. •Fá fram leiðréttingu á fjármögnun verkefna sem fluttst hafa frá ríkinu til borgarinnar, en þar er um að ræða verulegar upphæðir sem miklu skipta. Ég hlakka til þess að vinna að þessum markmiðum með samstarfsfólki mínu í Borgarstjórn og sækja fram fyrir Reykjavíkurborg. Áskoranir borgarinnar munum við takast á við af festu og í góðri samvinnu. Ég er bjartsýnn á að við munum ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem birtast okkur í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og á sama tíma gera borgina okkar enn betri en hún var í gær. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Á fundi borgarstjórnar í gær var fjárhagsáætlun borgarinnar aðalumræðuefnið. Það eru ávallt ákveðin tímamót þegar að nýr meirihluti, hvort sem er í borgarstjórn, sveitarstjórn eða á Alþingi Íslendinga leggur fram sitt fyrsta frumvarp að fjárhagsáætlun og ekki síður fyrstu fimm ára áætlun í rekstri borgarinnar. Ljóst er að fjárhagsáætlun nýs meirihluta gefur tóninn varðandi þau verkefni framundan eru í rekstri borgarinnar á þessu nýja kjörtímabili. Stærsta og mesta áskorunin er að stíga á bremsuna á útgjaldahlið borginnar, leita nýrra og fjölbreyttari leiða til að fá meira út úr rekstrinum og þannig stuðla sterkari og sjálfbærari rekstri A hluta borgarinnar á sama tíma og sterk grunnþjónusta er tryggð. Krefjandi aðstæður Verkefnið sem RVK-borg stendur frammi fyrir er verðugt og hefur því miður vaxið að umfangi frá því að ársreikningur ársins 2021 lá fyrir með um 3.8 milljarða halla á A hluta. Afkomuspá þessa árs hefur versnað frá hálfsársuppgjöri 2022 .Gert er ráð fyrir að hallinn verði alls 15,3 milljarðar á árinu 2022 – ári sem hefur verið ár áskoranna á heimsvísu, og Reykjavíkurborg hefur svo sannarlega ekki farið varhluta af þeim. Áframhaldandi áhrif covid heimsfaraldurins á áfangakeðjur í heiminum sem og ógeðfelld innrás Rússa inn í Úkraínu hafa knúið áfram kostnaðarverðshækkanir og hökt í heimshagkerfinu með tilheyrandi hækkun verðbólgu og vaxta. Á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum hefur óvissan aukist samhliða og þannig hríslast niður í hækkandi ávöxtunarkröfur á skuldabréfamörkuðum sem fólk, fyrirtæki, ríki og sveitarfélög finna fyrir svo um munar. Það dylst því engum að verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er krefjandi, en er langt í frá óyfirstíganlegt. Sú fjárhagsáætlun sem var samþykkt á fundinum þriðjudaginn s.l. hefur að geyma fjölmargar aðgerðir sem markar upphafið að viðsnúningum í rekstri borgarinnar. Í þessari áætlun er boðað aukið aðhald, aukna ráðdeild og skýrari forgangsröðun til þess styrkja stöðu borgarinnar til lengri tíma. Á sama tíma verður staðið vörð um grunnþjónustu borgarinnar og haldið áfram að fjárfesta í borginni okkar með skipulögðum hætti. Jákvæðar tölur 2025 Meðal þeirra markmiða og megináherslna sem birtast okkur í fjármálastefnu Reykjavíkurborgar næstu fimm árin eru m.a.: •Að ná jafnvægi í rekstri A-hluta borgarsjóðs og aðveltufé frá rekstri sem hlutfall af tekjum standi undir fjármögnun fjárfestinga, lántökum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Þannig stefnum við á að rekstrarniðurstaða borgarinnar verði jákvæð frá og með árinu 2025. •Að ná fram lækkun launaútgjalda íhlutfalli af tekjum þannig að hann verði að hámarki 80% af samanlögðum útsvars- og Jöfnunarsjóðstekjum frá og með árinu 2025. •Að fjármagnsskipan hjá B-hluta fyrirtækjum Reykjavíkurborgar verði grandskoðuð og unnin áætlun um að ná fram eðlilegri arðsemi eigin fjár og hagkvæmri samsetningu eigin fjár, skulda og skuldbindinga. Aðgerðir sem skipta máli Samhliða ofangreindu verður umfangsmestu hagræðingaðgerðir borgarinnar frá fjármálahruninu verið hrint í framkvæmd – aðgerðir sem svo sannarlega skipta máli. Þær marka upphafið að nauðsynlegum viðsnúningi til að ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem eru sett í fjármálaáætlun borgarinnar til ársins 2027. Strax á næsta ári mun hagræðingarkrafan nema að lágmarki 3,1 milljarði króna og fara vaxandi í komandi árum. Þannig mun hún að lágmarki nema rúmum 5 milljörðum árið 2024 og tæpum 7 milljörðum árið 2025. Á næsta ári verður gerð 1% hagræðingarkrafa á öll sviðborgarinnar. Að sama skapi verður gerð viðbótarhagræðingarkrafa upp á einn milljarð króna, sem byggð verður á tillögum frá einstökum sviðum. Ljóst er að starfsmönnum borgarinnar hefur fjölgað talsvert umfram lýðfræðilega þróun. Ein af þeim aðgerðum sem mun skipta verulegu máli í að ná betri árangri í rekstri borgarinnar er krafan um hagræðingu í starfsmannahaldi til næstu ára, þar á meðal með aðhaldi í ráðningum samhliða því að leitað verði leiða til samræmingu á verkefnum og breytingar eða niðurlagningu þjónustu. Framtíðin engu að síður björt Í þessari vinnu verður þó sérstaklega hugað að mönnun í grunnþjónustu þar sem ávallt skal tryggt að áætluð mannaflþörf samþykktra fjárheimilda sé til staðar. Þrátt fyrir þær rekstrarlegu áskoranir í rekstri borgarinnar og þær tímabæru hagræðingaraðgerðir sem af þeim leiða, er framtíð Reykjavíkurborgar engu að síður björt. Borgin er þrátt fyrir allt burðug og með eignarhald á góðum fyrirtækjum sem styðja við rekstur hennar. Því eru tækifæri til þess að bæta borgina okkar enn frekar og auka samkeppnishæfni hennar líkt og boðað er í fjárhagsáætlun næstu ára. •Með uppfærðri húsnæðisáætlun borgarinnar í samningum við Húsnæðis og mannvirkjastofnun verður framboð af lóðum stóraukið í samræmi við stefnu okkar í Framsókn. Mikill þungi verður lagður í að tryggja að þær verði byggingarhæfar á sem skemmstum tíma . •Uppbygging á nýjum skólum og leikskólum verður í forgangi og tryggt verður að viðhaldsáætlun vegna mannvirkja borgarinnar, sér í lagi skólahúsnæðis, verði vel unnin. •Útsvar verður ekki hækkað á næstu árum og fasteignaskattar á atvinnuhús verða lækkaðir í lok kjörtímabilsins. •Fá fram leiðréttingu á fjármögnun verkefna sem fluttst hafa frá ríkinu til borgarinnar, en þar er um að ræða verulegar upphæðir sem miklu skipta. Ég hlakka til þess að vinna að þessum markmiðum með samstarfsfólki mínu í Borgarstjórn og sækja fram fyrir Reykjavíkurborg. Áskoranir borgarinnar munum við takast á við af festu og í góðri samvinnu. Ég er bjartsýnn á að við munum ná þeim metnaðarfullu markmiðum sem birtast okkur í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og á sama tíma gera borgina okkar enn betri en hún var í gær. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun