Þrír dagar í pílupartýið: Fótboltapar og Hraðfréttamaður Egill Birgisson skrifar 30. nóvember 2022 15:31 Tvö af pörunum sem keppa í Stjörnupílunni á Stöð 2 Sport klukkan 22 á laugardagskvöld. Búast má við mikilli stemningu og gleði á Bullseye en fyrr um kvöldið verður Úrvalsdeildarmeistari krýndur. Stöð 2 Sport Það verður sannkölluð pílukastveisla á Bullseye og Stöð 2 Sport á laugardagskvöld þar sem þjóðþekktir Íslendingar og bestu pílukastarar landsins verða á svæðinu. Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Knattspyrnukapparnir Adam Ægir Pálsson og Þorgeir Guðmundsson mynda öflugt par.Stöð 2 Sport Í gær kynntumst við tveimur liðum og nú er komið að því að skoða tvö lið til viðbótar, og þá sérstaklega einn þeirra fjögurra keppenda sem verða einnig á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Tveir knattspyrnumenn mynda eitt liðanna. Það eru þeir Þorgeir Guðmundsson og Adam Ægir Pálsson en þeir eru hinsvegar frá liðum sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum árin. Þorgeir er harður KR-ingur og Adam Ægir hefur spilað með Víkingi og Keflavík. Þorgeir er 78 ára gamall, kemur frá Pílufélagi Reykjavíkur og hefur stundað pílu á Íslandi í heil 33 ár. Þorgeir er þrefaldur Íslandsmeistari í pílu og hefur unnið fjölda móta hér og þar í gegnum tíðina. Þorgeir varð sömuleiðis nokkrum sinnum meistari með KR áður en að pílan tók öll völd. Þorgeir hefur verið einn af okkar fremstu kösturum í þrjá áratugi og óhætt að segja að keppnisskapið hafi alls ekki minnkað með árunum þar sem mótherjar hans hafa flestir lent í því þegar Goggi fer í ham. Adam Ægir er 24 ára fótboltastjarna hér á Íslandi. Hann spilaði upp yngri flokka með FH og Breiðabliki áður en hann færði sig í Keflavík og þaðan til Víkings. Adam hefur spilað 44 leiki í efstu-deild og skorað í þeim leikjum 8 mörk. Árið 2021 varð Adam Íslandsmeistari með Víking og átti stóran þátt í því tímabili hjá Víkingsmönnum þar sem endaspretturinn var rosalegur. Hann fór að láni til Keflavíkur á síðasta tímabili og gerði sér lítið fyrir og endaði sem stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar 2022 og hjálpaði Keflavík að sigra neðri hluta mótsins. Adam hefur sett sér það markmið að verða sjónvarpstjarna einnig og fannst honum þetta gott tækifæri að sýna sitt andlit fyrir cameruna, í fyrsta skipti án bolta. Sauðkrækingurinn Arnar Geir Hjartarson spilar á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar og verður svo með í Stjörnupílunni þar sem félagi hans verður hinn bráðskemmtilegi Fannar Sveinsson.Stöð 2 Sport Arnar Geir Hjartarson er nýtt nafn í íslenskri pílu og er heldur betur að fara upp á við. Arnar er 27 ára og hefur aðeins stundað pílu í tæp tvö ár. Hann kemur að norðan, spilar undir hatti Pílu- og bogfimideildar Tindastóls, og er einnig hörkugóður kylfingur. Arnar gerði sér lítið fyrir og vann sinn riðil fyrsta kvöld Úrvalsdeildarinnar í haust og voru það svo sannarlega óvænt úrslit. Einu verðlaunin hingað til eru eftir sigur í Silfurdeild Novis sem er önnur deild hérna heima. Vill Skálmöld áður en hann kastar og er með minna en núll í forgjöf Þar sem Arnar Geir er einn af þeim 4 sem keppa til úrslita þá fengum við hann til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Hraðaspurningar fyrir Arnar Geir Fyrsta mótið í pílukasti? Novis deildin í janúar á þessu ári (2022) Besti árangur? Sigur í silfurdeild Novis í ágúst (2022) Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Að vetri með Skálmöld Nám eða vinna? Vinna í UT-deild hjá Kaupfélagi Skagfirðinga Uppáhalds matur? Humarinn hjá mömmu Drauma mótherji? Peter Wright Uppáhalds íþrótt utan pílu? Golf Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Fannar, hef mikla trú á mínum makker, held við munum ná mjög vel saman. Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Ég er með undir 0 í forgjöf í golfi Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Ferðast um heiminn og spila golf og pílu Makkerinn hans Arnars er alvöru prófíll; Hraðfrétta- og sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson. Hraðfréttir hafa verið eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsmanna í áraraðir og mætti segja að Fannar sé með stjörnuframmistöðu í þeim þáttum. Fannar hefur einnig leikstýrt og skrifað þætti á borð við Venjulegt Fólk og Framkoma sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 þar sem hann fer og hittir vonandi framtíðarleikmenn í Stjörnupílunni. Fannar er ættaður úr Vesturbænum en fór fljótt í Fossvoginn 5 ára gamall og segist vera alltaf smá KR-ingur í sér. Henry Birgir og Stefán Árni, sem drógu í lið fyrir Stjörnupíluna, vildu setja mikinn pening á það að Fannar myndi kasta mjög hratt. Ho, ho, ho. Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira
Úrslitakvöldið í Úrvalsdeildinni í pílukasti er á laugardag og sama kvöld verður Stjörnupílan haldin í fyrsta skipti, þar sem frægir Íslendingar spila með bestu pílukösturum landsins. Það er því vert að kafa betur í liðin sem taka þátt, sem og þá fjóra keppendur sem freista þess að vinna Úrvalsdeildina í beinni útsendingu frá Bullseye á Stöð 2 Sport. Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending) Reglur í Stjörnupílunni verða nánast hefbundnar þar sem spilaður verður 501 tvímenningur. Reglubreytingar verða þannig að fagmennirnir þurfa að hitta í tvöfaldan reit í lokin til að vinna legg en þjóðþekktu áhugamennirnir þurfa bara að hitta í þann reit sem hentar til að klára legginn, sem gefur þeim því smáforgjöf. Knattspyrnukapparnir Adam Ægir Pálsson og Þorgeir Guðmundsson mynda öflugt par.Stöð 2 Sport Í gær kynntumst við tveimur liðum og nú er komið að því að skoða tvö lið til viðbótar, og þá sérstaklega einn þeirra fjögurra keppenda sem verða einnig á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar. Tveir knattspyrnumenn mynda eitt liðanna. Það eru þeir Þorgeir Guðmundsson og Adam Ægir Pálsson en þeir eru hinsvegar frá liðum sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum árin. Þorgeir er harður KR-ingur og Adam Ægir hefur spilað með Víkingi og Keflavík. Þorgeir er 78 ára gamall, kemur frá Pílufélagi Reykjavíkur og hefur stundað pílu á Íslandi í heil 33 ár. Þorgeir er þrefaldur Íslandsmeistari í pílu og hefur unnið fjölda móta hér og þar í gegnum tíðina. Þorgeir varð sömuleiðis nokkrum sinnum meistari með KR áður en að pílan tók öll völd. Þorgeir hefur verið einn af okkar fremstu kösturum í þrjá áratugi og óhætt að segja að keppnisskapið hafi alls ekki minnkað með árunum þar sem mótherjar hans hafa flestir lent í því þegar Goggi fer í ham. Adam Ægir er 24 ára fótboltastjarna hér á Íslandi. Hann spilaði upp yngri flokka með FH og Breiðabliki áður en hann færði sig í Keflavík og þaðan til Víkings. Adam hefur spilað 44 leiki í efstu-deild og skorað í þeim leikjum 8 mörk. Árið 2021 varð Adam Íslandsmeistari með Víking og átti stóran þátt í því tímabili hjá Víkingsmönnum þar sem endaspretturinn var rosalegur. Hann fór að láni til Keflavíkur á síðasta tímabili og gerði sér lítið fyrir og endaði sem stoðsendingakóngur Bestu deildarinnar 2022 og hjálpaði Keflavík að sigra neðri hluta mótsins. Adam hefur sett sér það markmið að verða sjónvarpstjarna einnig og fannst honum þetta gott tækifæri að sýna sitt andlit fyrir cameruna, í fyrsta skipti án bolta. Sauðkrækingurinn Arnar Geir Hjartarson spilar á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar og verður svo með í Stjörnupílunni þar sem félagi hans verður hinn bráðskemmtilegi Fannar Sveinsson.Stöð 2 Sport Arnar Geir Hjartarson er nýtt nafn í íslenskri pílu og er heldur betur að fara upp á við. Arnar er 27 ára og hefur aðeins stundað pílu í tæp tvö ár. Hann kemur að norðan, spilar undir hatti Pílu- og bogfimideildar Tindastóls, og er einnig hörkugóður kylfingur. Arnar gerði sér lítið fyrir og vann sinn riðil fyrsta kvöld Úrvalsdeildarinnar í haust og voru það svo sannarlega óvænt úrslit. Einu verðlaunin hingað til eru eftir sigur í Silfurdeild Novis sem er önnur deild hérna heima. Vill Skálmöld áður en hann kastar og er með minna en núll í forgjöf Þar sem Arnar Geir er einn af þeim 4 sem keppa til úrslita þá fengum við hann til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Hraðaspurningar fyrir Arnar Geir Fyrsta mótið í pílukasti? Novis deildin í janúar á þessu ári (2022) Besti árangur? Sigur í silfurdeild Novis í ágúst (2022) Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Að vetri með Skálmöld Nám eða vinna? Vinna í UT-deild hjá Kaupfélagi Skagfirðinga Uppáhalds matur? Humarinn hjá mömmu Drauma mótherji? Peter Wright Uppáhalds íþrótt utan pílu? Golf Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Fannar, hef mikla trú á mínum makker, held við munum ná mjög vel saman. Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Ég er með undir 0 í forgjöf í golfi Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Ferðast um heiminn og spila golf og pílu Makkerinn hans Arnars er alvöru prófíll; Hraðfrétta- og sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson. Hraðfréttir hafa verið eitt vinsælasta sjónvarpsefni landsmanna í áraraðir og mætti segja að Fannar sé með stjörnuframmistöðu í þeim þáttum. Fannar hefur einnig leikstýrt og skrifað þætti á borð við Venjulegt Fólk og Framkoma sem hefur verið í sýningu á Stöð 2 þar sem hann fer og hittir vonandi framtíðarleikmenn í Stjörnupílunni. Fannar er ættaður úr Vesturbænum en fór fljótt í Fossvoginn 5 ára gamall og segist vera alltaf smá KR-ingur í sér. Henry Birgir og Stefán Árni, sem drógu í lið fyrir Stjörnupíluna, vildu setja mikinn pening á það að Fannar myndi kasta mjög hratt. Ho, ho, ho.
Dagskráin á laugardag 20.00-22.00 Úrslit Úrvalsdeildar (Bein útsending) 22.00-00.00 Stjörnupílan (Bein útsending)
Hraðaspurningar fyrir Arnar Geir Fyrsta mótið í pílukasti? Novis deildin í janúar á þessu ári (2022) Besti árangur? Sigur í silfurdeild Novis í ágúst (2022) Hvaða lag viltu heyra áður en þú kastar? Að vetri með Skálmöld Nám eða vinna? Vinna í UT-deild hjá Kaupfélagi Skagfirðinga Uppáhalds matur? Humarinn hjá mömmu Drauma mótherji? Peter Wright Uppáhalds íþrótt utan pílu? Golf Hver af áhugamönnunum mun standa sig best í Stjörnupílunni? Fannar, hef mikla trú á mínum makker, held við munum ná mjög vel saman. Nefndu óvenjulega staðreynd um þig? Ég er með undir 0 í forgjöf í golfi Hvað myndir þú gera við peninginn sem frúin í Hamborg gaf þér? Ferðast um heiminn og spila golf og pílu
Pílukast Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Íslenska landsliðið í krikket á leiðinni til Varsjár Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Sjá meira