Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur glímt við meiðsli í framhandlegg og ekki getað beitt sér í síðustu þremur leikjum Fram, sem allir hafa tapast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Sjá meira