„Væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. nóvember 2022 23:30 Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Stöð 2 „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn.“ Forysta Knattspyrnusambands Íslands er stödd í Katar þar sem hún situr ráðstefnu og verður svo á staðnum þegar opnunarhátið HM í Katar fer fram á sunnudag. Að hátíðinni lokinni fer fyrsti leikur mótsins fram en þar mætast gestgjafar Katar og Ekvador. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, ræddi málin við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann er ekki jafn spenntur fyrir mótinu í ár og áður. „Ég ætla ekki að sýna þessu móti jafn mikinn áhuga og ég hef gert hingað til. En ég er með fullt hús af fótboltakrökkum svo leikirnir verða eflaust á heima hjá mér en ég ætla að vera gagnrýninn í staðinn á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum.“ „Þetta er mjög vafasamt, að mótið sé í Katar. Þetta er það sem kallast íþróttaþvottur: Að kaupa sér betri ímynd alþjóðasamfélagsins, fá viðskipti og ferðamenn, hylma yfir mannréttindabrot og þar fram eftir götunum.“ „Það er mjög alvarlegt, þetta er að gerast í meira og meiri mæli í íþróttaheiminum. Sjáum að Rússland hélt keppnina 2018, það var smá umræða 2008 þegar Kína hélt Ólympíuleikana. Ég skrifaði þá pistil „Pólitískir Ólympíuleikar“ og hvatti ráðamenn til að mæta ekki á opnunarhátíðina.“ „Það var lítil umræða þá en nú er mikil umræða sem sýnir að við erum komin lengra í samfélagslegri gagnrýni á knattspyrnusamböndin og fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð. Mér finnst það fyrst og fremst merkilegt í þessu. Við erum komin lengra í að almenningur er farinn að krefjast að við sýnum samfélagslega ábyrgð í samfélaginu.“ „Þetta virðist allt hafa verið á fölskum forsendum. Það átti að bæta mannréttindi fólks rosalega, það hefur gerst í mjög litlum mæli. Það er búið að bakka með það [að selja bjór] tveimur dögum fyrir mót. Það er verið að nota íþróttir klárlega í pólitískum tilgangi og þess vegna eru mörg mjög ósátt og ætla að hundsa keppnina, vilja ekki að það sé sýnt frá henni og svo framvegis.“ „Ég held að þegar boltinn byrjar að rúlla þá tekur hann yfir, þá förum við að ræða mörk og dómgæslu. Það er alltaf þannig. Þess vegna er mikilvægt að viðalda þessari gagnrýni og umræðu, ekki bara fyrir mótið heldur á meðan því stendur því það er ansi hætt við því að það gleymist þegar boltinn byrjar að rúlla.“ „Katar er mjög lítið land með enga knattspyrnusögu eða hefð og enga innviði til að halda svona mót. Það er talið að þeir hafi keypt keppnina á sínum tíma og þetta mútumál, þessi mútu hneyksli sem hafa verið í FIFA á undanförnum árum eru út af þessu öllu saman. Það er verið að kaupa sér ímynd, þetta eru þjóðir í meiri mæli farnar að gera.“ „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn því um leið og þetta fólk mætir prúðbúið og brosandi á opnunarhátíðina, sem er táknrænn atburður sem á að sýna Katar í mjög jákvæðu ljósi, þá er tilgangi Katara náð.“ Þegar forysta KSÍ mætir á opnunarhátíð HM þá er tilgangi Katara náð - að öðlast lögmæti og bætta ímynd í augum alþjóðasamfélagsins. KSÍ á að senda táknræn skilaboð með því að hunsa viðburðinn. Auð sæti eru sterk og afgerandi skilaboð. Just do it! https://t.co/uQ4uwaQ3Ky— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) November 18, 2022 „Um leið og þeir fá alla knattspyrnuforystu heimsins og þjóðhöfðingja til að mæta á hátíðina, þá er tilganginum náð. Að öðlast réttmæti eða lögmæti alþjóðasamfélagsins og það væri miklu sterkara skilaboð fyrir íslensku knattspyrnuhreyfinguna að mæta ekki og við værum bara með auð sæti á vellinum.“ „Ég held að knattspyrnuforysta Íslands og allt fólkið sem þar er sé mjög góðhjartað og velviljað. Ég held hins vegar að það átti sig ekki á að um leið og það mætir þá er það að taka þátt í þessu og samþykkja að einhverju leyti.“ Viðtal Viðars í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Fótbolti HM 2022 í Katar Reykjavík síðdegis Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Forysta Knattspyrnusambands Íslands er stödd í Katar þar sem hún situr ráðstefnu og verður svo á staðnum þegar opnunarhátið HM í Katar fer fram á sunnudag. Að hátíðinni lokinni fer fyrsti leikur mótsins fram en þar mætast gestgjafar Katar og Ekvador. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, ræddi málin við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann er ekki jafn spenntur fyrir mótinu í ár og áður. „Ég ætla ekki að sýna þessu móti jafn mikinn áhuga og ég hef gert hingað til. En ég er með fullt hús af fótboltakrökkum svo leikirnir verða eflaust á heima hjá mér en ég ætla að vera gagnrýninn í staðinn á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum.“ „Þetta er mjög vafasamt, að mótið sé í Katar. Þetta er það sem kallast íþróttaþvottur: Að kaupa sér betri ímynd alþjóðasamfélagsins, fá viðskipti og ferðamenn, hylma yfir mannréttindabrot og þar fram eftir götunum.“ „Það er mjög alvarlegt, þetta er að gerast í meira og meiri mæli í íþróttaheiminum. Sjáum að Rússland hélt keppnina 2018, það var smá umræða 2008 þegar Kína hélt Ólympíuleikana. Ég skrifaði þá pistil „Pólitískir Ólympíuleikar“ og hvatti ráðamenn til að mæta ekki á opnunarhátíðina.“ „Það var lítil umræða þá en nú er mikil umræða sem sýnir að við erum komin lengra í samfélagslegri gagnrýni á knattspyrnusamböndin og fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð. Mér finnst það fyrst og fremst merkilegt í þessu. Við erum komin lengra í að almenningur er farinn að krefjast að við sýnum samfélagslega ábyrgð í samfélaginu.“ „Þetta virðist allt hafa verið á fölskum forsendum. Það átti að bæta mannréttindi fólks rosalega, það hefur gerst í mjög litlum mæli. Það er búið að bakka með það [að selja bjór] tveimur dögum fyrir mót. Það er verið að nota íþróttir klárlega í pólitískum tilgangi og þess vegna eru mörg mjög ósátt og ætla að hundsa keppnina, vilja ekki að það sé sýnt frá henni og svo framvegis.“ „Ég held að þegar boltinn byrjar að rúlla þá tekur hann yfir, þá förum við að ræða mörk og dómgæslu. Það er alltaf þannig. Þess vegna er mikilvægt að viðalda þessari gagnrýni og umræðu, ekki bara fyrir mótið heldur á meðan því stendur því það er ansi hætt við því að það gleymist þegar boltinn byrjar að rúlla.“ „Katar er mjög lítið land með enga knattspyrnusögu eða hefð og enga innviði til að halda svona mót. Það er talið að þeir hafi keypt keppnina á sínum tíma og þetta mútumál, þessi mútu hneyksli sem hafa verið í FIFA á undanförnum árum eru út af þessu öllu saman. Það er verið að kaupa sér ímynd, þetta eru þjóðir í meiri mæli farnar að gera.“ „Ég las frétt í morgun að knattspyrnuforystan, íslenska, væri að fara til Katar í boði FIFA til að taka þátt í ráðstefnu og myndi vera á opnunarhátíðinni og leiknum á sunnudaginn. Það væri miklu auðveldara fyrir þessa aðila sem eru úti að hundsa opnunarhátíðina og leikinn því um leið og þetta fólk mætir prúðbúið og brosandi á opnunarhátíðina, sem er táknrænn atburður sem á að sýna Katar í mjög jákvæðu ljósi, þá er tilgangi Katara náð.“ Þegar forysta KSÍ mætir á opnunarhátíð HM þá er tilgangi Katara náð - að öðlast lögmæti og bætta ímynd í augum alþjóðasamfélagsins. KSÍ á að senda táknræn skilaboð með því að hunsa viðburðinn. Auð sæti eru sterk og afgerandi skilaboð. Just do it! https://t.co/uQ4uwaQ3Ky— Viðar Halldórsson (@VidarHalldrsson) November 18, 2022 „Um leið og þeir fá alla knattspyrnuforystu heimsins og þjóðhöfðingja til að mæta á hátíðina, þá er tilganginum náð. Að öðlast réttmæti eða lögmæti alþjóðasamfélagsins og það væri miklu sterkara skilaboð fyrir íslensku knattspyrnuhreyfinguna að mæta ekki og við værum bara með auð sæti á vellinum.“ „Ég held að knattspyrnuforysta Íslands og allt fólkið sem þar er sé mjög góðhjartað og velviljað. Ég held hins vegar að það átti sig ekki á að um leið og það mætir þá er það að taka þátt í þessu og samþykkja að einhverju leyti.“ Viðtal Viðars í Reykjavík síðdegis má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Fótbolti HM 2022 í Katar Reykjavík síðdegis Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira