„Það er á milli mín og Tryggva af hverju hann hefur ekki spilað með ungmennaliðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 14. nóvember 2022 21:45 Snorri Steinn fagnaði í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Valur vann tveggja marka sigur á Haukum 32-34. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn og fór einnig yfir hvers vegna Tryggvi Garðar Jónsson hefur lítið sem ekkert spilað með Val. „Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum. Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira
„Mér fannst margir leggja í púkkið, markaskorunin dreifðist og við stjórnuðum leiknum lengi þar sem við vorum yfir. Ég var nokkuð ánægður með hraðann en það spilaði inn í að við vorum að rúlla á liðinu. Það var góð orka í Haukum sem maður gat gefið sér fyrir leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í viðtali eftir leik. Snorri var ánægður með kafla Vals í fyrri hálfleik þar sem Valur gerði fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið. „Við vorum lengi í gang en náðum síðan að refsa þeim. Aftur á móti var ég ekki ánægður með lokin á fyrri hálfleik þar sem við vorum að taka ótímabær skot ásamt því að tapa boltanum sem hleypti þeim inn í leikinn og ég hefði verið til í að vera meira yfir í hálfleik.“ Seinni hálfleikur var stál í stál og Snorri var ánægður með spilamennsku Vals eftir að Haukar komust yfir. „Við vorum mikið einum færri en við stóðumst það þrátt fyrir að Haukar komust yfir og síðan náðum við yfirhöndinni þegar við vorum jafn margir.“ Mikil umræða hefur verið um Tryggva Garðar Jónsson sem hefur spilað lítið sem ekkert með Val ásamt því að hafa ekki verið í hlutverki með ungmennaliði Vals. „Tryggvi er fyrst og fremst í góðu liði með Magnús Óla Magnússon og Róbert Aron Hostert á undan sér og hvað ungmennaliðið varðar þá er það á milli mín og Tryggva. Að öðru leyti var ég ekki mikið inn í þessari umræðu og hún truflar mig lítið. Tryggvi er í Val og það er erfitt að fá mínútur en okkur hefur gengið þokkalega í síðustu leikjum. Ef Tryggvi verður þolinmóður, heldur áfram og vinnur í sínum meiðslum þá verður hann í fínum málum.“ „Ég ber ábyrgð á öllum mínum leikmönnum. Menn bera ábyrgð á sjálfum sér og ég ber ábyrgð á því. Það hefur verið mitt markmið frá því ég kom í Val að búa til leikmenn og gera unga Valsara að leikmönnum í meistaraflokki og mér þykir vænt um það þegar það tekst en ég ber líka ábyrgð á gengi liðsins og ég er í þessu til þess að vinna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum.
Valur Olís-deild karla Handkastið Seinni bylgjan Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Sjá meira