„Að vinna þá núna yrði risastórt“ Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2022 11:31 Tryggvi Snær Hlinason var í góðu skapi í Dalhúsum í gær, þar sem íslenska landsliðið æfði. Í dag æfir liðið í Laugardalshöll þar sem leikurinn við Georgíu fer svo fram á föstudag. vísir/Arnar „Það er mjög skemmtileg upplifun að spila um eitthvað svona stórt. Það er mikil spenna og menn verða mjög tilbúnir fyrir þennan leik,“ segir Tryggvi Snær Hlinason. Mikið kemur til með að mæða á honum í leiknum mikilvæga á föstudag við Georgíu, þar sem nánast má segja að sæti á HM í körfubolta sé í húfi. Ísland er í þriðja sæti síns riðils í undankeppni HM, með einum sigri meira en Georgía, en þrjú efstu liðin komast á HM. Sex umferðum af tíu er lokið en hversu raunhæft er að Ísland verði fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM? „Tölfræðilega séð er þessi leikur við Georgíu ekkert smá mikilvægur varðandi það. Það eru fjórir leikir eftir og allt getur gerst, en ef við náum sigri á móti Georgíu komumst við tveimur sigrum yfir þá, svo það er risastórt. En hvort sem við vinnum þá eða ekki þá gæti þetta endað með úrslitaleik við þá úti í Georgíu í lokin. Að vinna þá núna yrði risastórt,“ segir Tryggvi og tekur undir að íslenska liðið sé í raun í frekar súrrealískum aðstæðum, eftir að hafa skapað sér alvöru möguleika á að komast á HM: „Þetta er svolítið fáránlegt, en bara geggjað. Það er mjög gaman að eiga séns á að fara á svona stórt mót.“ Klippa: Tryggvi klár í leikinn mikilvæga við Georgíu Ísland hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína í keppninni til þessa, gegn Úkraínu, Ítalíu og Hollandi, og fóru þeir leikir fram í Ólafssal vegna vatnsskemmda í Laugardalshöll. Nú snýr liðið aftur í Höllina: „Heimavöllurinn er okkur allt. Ólafssalur var mjög góður við okkur, og við unnum alla leikina þar, en það er gott að koma aftur heim í Höllina. Ég þekki hana vel, og margir í liðinu. Þetta er okkar heimavöllur og það verður gaman að vera aftur fyrir framan stóra stúku,“ segir Tryggvi. Tryggvi Snær Hlinason hefur verið í lykilhlutverki í fræknum sigrum Íslands gegn Ítalíu og Úkraínu. Sigrum sem gefið hafa Íslandi möguleika á að komast á HM.VÍSIR/BÁRA „Mjög erfitt að stoppa hann“ Eftir að hafa spilað við góðan orðstír með Zaragoza í efstu deild Spánar og Evrópukeppni síðustu ár þekkir Tryggvi ágætlega til lykilmanna í georgíska liðinu: „Þetta eru allt hörkuleikmenn. [Thad] McFadden er svakalegur skotmaður og tekur leiki á Spáni þar sem hann setur hátt í þrjátíu stig. Hann var með 26 gegn okkur. Það er mjög erfitt að stoppa hann. Síðan er [Tornike] Shengelia einn besti „fjarki“ í Euroleague, algjör hörkuleikmaður. Síðan er fimman hjá þeim, [Giorgi] Shermadini, í spænsku deildinni og ein besta fimman þar. Þetta er því hörkulið og alvöru áskorun fyrir okkur,“ segir Tryggvi. Gekk illa en allt breytt með nýjum þjálfara Hann átti flottan leik í afar óvæntum en fræknum sigri Zaragoza gegn Real Madrid um helgina, eftir að Zaragoza hafði tapað fyrstu sex deildarleikjum sínum á tímabilinu. Tryggvi segir að þjálfarabreytingar, þar sem Porfirio Fisac tók við af Martin Schiller fyrir hálfum mánuði, hafi gert liðinu gott: „Þetta byrjaði frekar illa hjá okkur og svo unnum við Madrid, sem er frekar fáránlegt en gaman að því. Við byrjuðum með annan þjálfara, og aðeins aðra uppsetningu á liðinu, og það gekk frekar illa hjá mér persónulega og þá hjá liðinu í heild. Núna erum við að ná að laga þetta með nýja þjálfaranum, Porfi, og unnum þennan leik gegn Madrid sem er góðs viti.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM“ Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í raðir ítalska félagsins Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hann verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Georgíu i Laugardalshöll í forkeppni HM næstkomandi föstudag. 9. nóvember 2022 07:00 „Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“ Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn. 8. nóvember 2022 17:31 Þorvaldur Orri og Orri nýliðar í karlalandsliðinu Craig Pedersen hefur valið öflugan sextán manna hóp fyrir landsleikina tvo í undankeppni HM 2023. 8. nóvember 2022 16:02 Misstu af flugi til Íslands og fyrirliðinn mætir rétt fyrir leik Ekki hefur gengið þrautalaust hjá georgíska landsliðinu í körfubolta að komast til Reykjavíkur, til að spila leikinn mikilvæga við Ísland í undankeppni HM karla á föstudaginn. 8. nóvember 2022 16:02 Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. 8. nóvember 2022 14:30 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Ísland er í þriðja sæti síns riðils í undankeppni HM, með einum sigri meira en Georgía, en þrjú efstu liðin komast á HM. Sex umferðum af tíu er lokið en hversu raunhæft er að Ísland verði fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM? „Tölfræðilega séð er þessi leikur við Georgíu ekkert smá mikilvægur varðandi það. Það eru fjórir leikir eftir og allt getur gerst, en ef við náum sigri á móti Georgíu komumst við tveimur sigrum yfir þá, svo það er risastórt. En hvort sem við vinnum þá eða ekki þá gæti þetta endað með úrslitaleik við þá úti í Georgíu í lokin. Að vinna þá núna yrði risastórt,“ segir Tryggvi og tekur undir að íslenska liðið sé í raun í frekar súrrealískum aðstæðum, eftir að hafa skapað sér alvöru möguleika á að komast á HM: „Þetta er svolítið fáránlegt, en bara geggjað. Það er mjög gaman að eiga séns á að fara á svona stórt mót.“ Klippa: Tryggvi klár í leikinn mikilvæga við Georgíu Ísland hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína í keppninni til þessa, gegn Úkraínu, Ítalíu og Hollandi, og fóru þeir leikir fram í Ólafssal vegna vatnsskemmda í Laugardalshöll. Nú snýr liðið aftur í Höllina: „Heimavöllurinn er okkur allt. Ólafssalur var mjög góður við okkur, og við unnum alla leikina þar, en það er gott að koma aftur heim í Höllina. Ég þekki hana vel, og margir í liðinu. Þetta er okkar heimavöllur og það verður gaman að vera aftur fyrir framan stóra stúku,“ segir Tryggvi. Tryggvi Snær Hlinason hefur verið í lykilhlutverki í fræknum sigrum Íslands gegn Ítalíu og Úkraínu. Sigrum sem gefið hafa Íslandi möguleika á að komast á HM.VÍSIR/BÁRA „Mjög erfitt að stoppa hann“ Eftir að hafa spilað við góðan orðstír með Zaragoza í efstu deild Spánar og Evrópukeppni síðustu ár þekkir Tryggvi ágætlega til lykilmanna í georgíska liðinu: „Þetta eru allt hörkuleikmenn. [Thad] McFadden er svakalegur skotmaður og tekur leiki á Spáni þar sem hann setur hátt í þrjátíu stig. Hann var með 26 gegn okkur. Það er mjög erfitt að stoppa hann. Síðan er [Tornike] Shengelia einn besti „fjarki“ í Euroleague, algjör hörkuleikmaður. Síðan er fimman hjá þeim, [Giorgi] Shermadini, í spænsku deildinni og ein besta fimman þar. Þetta er því hörkulið og alvöru áskorun fyrir okkur,“ segir Tryggvi. Gekk illa en allt breytt með nýjum þjálfara Hann átti flottan leik í afar óvæntum en fræknum sigri Zaragoza gegn Real Madrid um helgina, eftir að Zaragoza hafði tapað fyrstu sex deildarleikjum sínum á tímabilinu. Tryggvi segir að þjálfarabreytingar, þar sem Porfirio Fisac tók við af Martin Schiller fyrir hálfum mánuði, hafi gert liðinu gott: „Þetta byrjaði frekar illa hjá okkur og svo unnum við Madrid, sem er frekar fáránlegt en gaman að því. Við byrjuðum með annan þjálfara, og aðeins aðra uppsetningu á liðinu, og það gekk frekar illa hjá mér persónulega og þá hjá liðinu í heild. Núna erum við að ná að laga þetta með nýja þjálfaranum, Porfi, og unnum þennan leik gegn Madrid sem er góðs viti.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir „Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM“ Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í raðir ítalska félagsins Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hann verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Georgíu i Laugardalshöll í forkeppni HM næstkomandi föstudag. 9. nóvember 2022 07:00 „Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“ Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn. 8. nóvember 2022 17:31 Þorvaldur Orri og Orri nýliðar í karlalandsliðinu Craig Pedersen hefur valið öflugan sextán manna hóp fyrir landsleikina tvo í undankeppni HM 2023. 8. nóvember 2022 16:02 Misstu af flugi til Íslands og fyrirliðinn mætir rétt fyrir leik Ekki hefur gengið þrautalaust hjá georgíska landsliðinu í körfubolta að komast til Reykjavíkur, til að spila leikinn mikilvæga við Ísland í undankeppni HM karla á föstudaginn. 8. nóvember 2022 16:02 Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. 8. nóvember 2022 14:30 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
„Náttúrulega galið að Ísland sé að spila um að komast á HM“ Landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson gekk í raðir ítalska félagsins Pesaro eftir stutt stopp hjá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hann verður í íslenska landsliðshópnum sem mætir Georgíu i Laugardalshöll í forkeppni HM næstkomandi föstudag. 9. nóvember 2022 07:00
„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“ Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn. 8. nóvember 2022 17:31
Þorvaldur Orri og Orri nýliðar í karlalandsliðinu Craig Pedersen hefur valið öflugan sextán manna hóp fyrir landsleikina tvo í undankeppni HM 2023. 8. nóvember 2022 16:02
Misstu af flugi til Íslands og fyrirliðinn mætir rétt fyrir leik Ekki hefur gengið þrautalaust hjá georgíska landsliðinu í körfubolta að komast til Reykjavíkur, til að spila leikinn mikilvæga við Ísland í undankeppni HM karla á föstudaginn. 8. nóvember 2022 16:02
Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. 8. nóvember 2022 14:30