„Vissi ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið“ Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 17:31 Hilmar Pétursson var með íslenska landsliðinu í undankeppni HM í ágúst og er bjartsýnn á gott gengi gegn Georgíu í leiknum mikilvæga á föstudaginn. vísir/Arnar Körfuboltamaðurinn Hilmar Pétursson segist njóta sín vel í Þýskalandi þrátt fyrir að það hafi verið stórt stökk að fara frá Breiðabliki og út í atvinnumennsku í sumar. Hann er þakklátur fyrir að vera í íslenska landsliðshópnum sem á möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn en mætir Georgíu í afar krefjandi leik á föstudaginn. Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Hilmar, sem er uppalinn hjá Haukum, fór frá Breiðabliki til Münster í þýsku B-deildinni eftir að hafa átt frábært tímabil í Subway-deildinni síðasta vetur. „Það gengur bara vel. Það tók smátíma að aðlagast hlutunum úti. Það er meiri strúktúr í körfuboltanum og við erum að gera allt öðruvísi hluti en við gerðum í Breiðabliki í fyrra, en ég er kominn á flott ról og veit mitt hlutverk núna,“ segir Hilmar, ánægður með vistaskiptin til Þýskalands: „Ég tel að þetta hafi verið mjög gott skref. Ég er líka mjög heppinn með borgina sem ég er í og get ekki beðið um neitt betra. En ég hef þurft að fullorðnast mjög hratt. Áður en ég flutti út vissi ég ekki hvað ég ætti að setja mikið salt í pastavatnið þegar ég væri að elda. En þetta er mjög skemmtilegt og gaman að læra á þetta,“ segir Hilmar og honum hefur einnig gengið vel að aðlagast nýju liði: „Jú, mjög vel. Liðsfélagarnir tóku manni opnum örmum og hafa hjálpað manni að komast inn í sitt hlutverk. Ég er mjög sáttur.“ Fylgist áfram vel með íslenska körfuboltanum Hilmar hefur fylgst með góðu gengi sinna gömlu liðsfélaga í Breiðabliki og fleirum úr fjarlægð í vetur: „Já, og ekki bara Blikum heldur bara íslenskum körfubolta, karla og kvenna. Mér finnst gaman að koma heim eftir æfingar og sjá leiki sem eru í gangi. Ég reyni að horfa á sem mest. Ég segi að þeir [Blikar] séu með betra lið en í fyrra. Það er eins gott að þeir geri eitthvað gott úr þessu,“ segir Hilmar léttur. Eins og fyrr segir á Ísland möguleika á að komast á HM í fyrsta sinn, jafnvel á næstu sex dögum ef liðinu tekst að vinna Georgíu á föstudagskvöld í Laugardalshöll og svo Úkraínu í Lettlandi á mánudaginn. „Heppinn að fá að vera með í þessum hópi“ „Þetta er ótrúlegt. Ég vissi ekki að ég myndi verða partur af þessu strax en ég er heppinn að fá að vera með í þessum hópi. Ég er mjög bjartsýnn og held að við eigum góðan séns í þessi tvö lið sem bíða okkar,“ segir Hilmar sem var í íslenska landsliðinu í fyrsta sinn í leikjunum tveimur gegn Spáni og Úkraínu í ágúst. Hilmar veit vel hve mikilvægur leikurinn við Georgíumenn, sem mættu til Íslands í dag, er enda liðin í harðri baráttu um HM-sæti: „Ég held að við munum taka þá, ef allt fer vel. Ég veit þó ekki mikið um georgíska liðið en þarna er að minnsta kosti einn fyrrverandi NBA-leikmaður [Tornike Shengelia]. En við hugsum bara um okkur. Spilum góða vörn og góða sókn, og þá held ég að við vinnum.“ Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur og þegar þetta er skrifað eru örfáir miðar eftir.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira