Ísland gæti unnið sig inn á HM á næstu dögum Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2022 14:30 Kristófer Acox og félagar í íslenska landsliðinu hafa unnið sigra gegn Úkraínu og Ítalíu á heimavelli, í æsispennandi, framlengdum leikjum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska karlalandsliðið í körfubolta á raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni HM í fyrsta sinn frá upphafi. Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA, alþjóða körfuboltasambandsins, er Ísland í hópi þeirra 12 Evrópuþjóða sem líklegastar eru til að komast á HM. Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
Ísland á fyrir höndum gríðarlega mikilvæga leiki við Georgíu og Úkraínu, á næstu sex dögum, sem ráða miklu um möguleikana á HM-sæti. Leikurinn við Georgíu á föstudaginn er í Laugardalshöll en liðið mætir svo Úkraínu í Riga í Lettlandi á mánudaginn. Með sigri í báðum leikjum eru góðar líkur á að Ísland tryggi sig inn á HM, en liðið á svo einnig eftir heimaleik við Spán og útileik gegn Georgíu í febrúar. Ísland er sem stendur í 3. sæti síns riðils og komast þrjú efstu liðin á HM. Liðið hefur unnið frækna heimasigra gegn Ítalíu og Úkraínu í afar spennandi leikjum, og tvo sigra gegn Hollandi, en tapað á útivelli gegn Spáni og Ítalíu. Staðan í riðli Íslands eftir sex umferðir af tíu. Þrjú efstu liðin komast á HM.FIBA Samkvæmt styrkleikaröðun FIBA er Ísland í 12. sæti af liðunum í undankeppninni í Evrópu, og þar með síðasta liðið inn á HM. Um Ísland segir á vef sambandsins: „Draumur Íslands um að komast í fyrsta sinn á HM gæti ræst í þessum leikjaglugga en liðið á fyrir höndum rosalegt uppgjör við Georgíu í Reykjavík, þar sem sigur gæfi liðinu tveggja sigra forskot á Austur-Evrópubúana. Ísland lýkur glugganum með útileik við Úkraínu.“ Finnland er eina Evrópuliðið sem þegar hefur tryggt sig inn á HM, sem fram fer í Japan, Filippseyjum og Indónesíu frá 25. ágúst til 10. september á næsta ári. Ríkjandi heims- og Evrópumeistarar Spánar, sem eru á toppi riðils Íslands, eru skiljanlega efstir í styrkleikaröðun FIBA og Ítalía, sem er í 2. sæti riðils Íslands, er í 7. sæti. Georgía er sagt í harðri baráttu við Ísland um að komast á HM en allt þarf að ganga upp hjá Úkraínu til að liðið nái 3. sæti og komist á HM. Draumurinn er úti hjá Hollendingum sem eru neðstir, án sigurs. Leikur Íslands við Georgíu er í Laugardalshöll á föstudag klukkan 19:30. Miðasala á leikinn er í appinu Stubbur.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira