Lögmál leiksins um Kyrie: „Ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2022 17:30 Kyrie Irving fær ekki að spila með Brooklyn Nets þessa dagana. AP Photo/Rick Bowmer Það kemur svo sem ekki á óvart að í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins verði talað um Kyrie Irving, leikmann Brooklyn Nets í NBA deildinni, og nýjasta útspils hans. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi velti einfaldlega fyrir sér hvort Irving hefði spilað sinn síðasta leik í deildinni. Irving komst enn og aftur í sviðsljósið fyrir hegðun sína utan vallar. Nú vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hægt er að tengja við gyðingahatur. Var hann á endanum skikkaður í fimm leikja bann af Nets og þá setti félagið sex skilyrði sem hann þyrfti að uppfylla áður en hann fengi að snúa aftur. Þá hefur Nike sagt upp samningi sínum við leikmanninn. „Vorum við ekki að tala um þetta fyrir ári síðan með bólusetningarnar líka, pældu í hvað þessi gæi gerir bara árlega. Þetta er ótrúlegt,“ svaraði Hörður Unnsteinsson varðandi hvort Kyrie myndi spila aftur. Næstur á mælendaskrá var Sigurður Orri Kristjánsson. „Hann gæti alveg verið búinn að því. Hann er ekki maðurinn sem dregur úr. Hann fer með hælana dýpra og dýpra í sandinn.“ „Fyrir mér er Kyrie Irving full frjálst að hafa þær skoðanir sem hann vill hafa. En það sem ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu. Að nenna, dag eftir dag,“ sagði Kjartan Atli við góð viðbrögð sérfræðinga þáttarins. „Það er bara aldrei slagur sem þú sleppir,“ sagði Sigurður Orri um Kyrie og hló dátt. Klippa: Lögmál leiksins: Hefur Kyrie Irving spilað sinn síðasta leik í NBA? „Vaknaðu bara, fáðu þér einn kaffibolla, croissant, lestu blöðin, farðu í vinnuna, komdu heim og njóttu þess, Það er geggjað líf,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 21.45 í kvöld. Þar verður farið yfir stöðu mála hjá Nets og Kyrie ásamt því helsta sem er í gangi í NBA deildinni. Þá er Nei eða Já á sínum stað. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Irving komst enn og aftur í sviðsljósið fyrir hegðun sína utan vallar. Nú vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hægt er að tengja við gyðingahatur. Var hann á endanum skikkaður í fimm leikja bann af Nets og þá setti félagið sex skilyrði sem hann þyrfti að uppfylla áður en hann fengi að snúa aftur. Þá hefur Nike sagt upp samningi sínum við leikmanninn. „Vorum við ekki að tala um þetta fyrir ári síðan með bólusetningarnar líka, pældu í hvað þessi gæi gerir bara árlega. Þetta er ótrúlegt,“ svaraði Hörður Unnsteinsson varðandi hvort Kyrie myndi spila aftur. Næstur á mælendaskrá var Sigurður Orri Kristjánsson. „Hann gæti alveg verið búinn að því. Hann er ekki maðurinn sem dregur úr. Hann fer með hælana dýpra og dýpra í sandinn.“ „Fyrir mér er Kyrie Irving full frjálst að hafa þær skoðanir sem hann vill hafa. En það sem ég á svo erfitt með að skilja er hvernig fullorðinn maður nennir þessu. Að nenna, dag eftir dag,“ sagði Kjartan Atli við góð viðbrögð sérfræðinga þáttarins. „Það er bara aldrei slagur sem þú sleppir,“ sagði Sigurður Orri um Kyrie og hló dátt. Klippa: Lögmál leiksins: Hefur Kyrie Irving spilað sinn síðasta leik í NBA? „Vaknaðu bara, fáðu þér einn kaffibolla, croissant, lestu blöðin, farðu í vinnuna, komdu heim og njóttu þess, Það er geggjað líf,“ sagði Kjartan Atli að endingu. Lögmál leiksins er á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 21.45 í kvöld. Þar verður farið yfir stöðu mála hjá Nets og Kyrie ásamt því helsta sem er í gangi í NBA deildinni. Þá er Nei eða Já á sínum stað. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Körfubolti Lögmál leiksins NBA Tengdar fréttir Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30 Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31 Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann. 5. nóvember 2022 16:30
Bólusetningartregðan kostaði Irving hundrað milljónir Bandaríkjadala Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, segir að tregða sín við að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni hafi kostað sig samning upp á rúmlega hundrað milljónir Bandaríkjadala. 27. september 2022 13:31
Kyrie fer ekki fet Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023. 22. ágúst 2022 16:16