Körfubolti

Vildi ekki biðjast afsökunar og var settur í fimm leikja bann af eigin félagi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving hefur heldur betur stoltið fyrirsögnunum síðustu daga en þó ekki fyrir spilaðmennsku sína með Brooklyn Nets.
Kyrie Irving hefur heldur betur stoltið fyrirsögnunum síðustu daga en þó ekki fyrir spilaðmennsku sína með Brooklyn Nets. Getty/Dustin Satloff

NBA körfuboltastjarnan Kyrie Irving spilar ekki með liði sínu á næstunni eftir að Brooklyn Nets setti sinn eigin leikmann í fimm leikja bann vegna andgyðinglega framkomu sinnar.

Félagið segir að hegðun leikmannsins sé særandi og hættuleg og að forráðamenn hafi hvað eftir annað reynt að útskýra það fyrir honum.

Irving neitaði hins vegar að biðjast afsökunar á því að hafa auglýst kvikmynd með andgyðinglegu umfjöllunarefni.

Hann fékk tækifæri til þess á fundi með blaðamönnum á dögunum en gerði það ekki heldur sneri frekar út úr. Málið varð stærra og stærra með hverjum deginum sem leið.

Irving baðst í raun ekki afsökunar fyrr en félagið var búið að dæma hann í fimm leikja bann og lýsa því yfir að leikmaðurinn spilaði ekki aftur fyrir fyrir félagið fyrr en hann að mati félagsins bætir hegðun sína og áttar sig á særandi framkomu sinni.

Þá loksins sendi Irving frá sér yfirlýsingu en það var auðvitað allt of seint.

Bandaríska Alríkislögreglan opinberaði í framhaldinu hótanir við samkunduhús gyðinga. Þingmaðurinn Josh Gottheimer segir ummæli bæði frá Irving og Kanye West hafi ýtt undir vandann og aukið hættuna.

Kyrie Irving er frábær körfuboltamaður en enginn er líklega betri að koma sér í vandræði með hegðun sinni utan vallar.

Nú síðast missti hann af stórum hluta síðasta tímabils eftir að hafa neitað að láta bólusetja sig fyrir kórónuveirunni.

Þrátt fyrir allt vesenið á Kyrie þá er hann enn leikmaður Brooklyn Nets sem er að borga honum fimm milljarða íslenskra króna í laun á þessu tímabili. Hann fær þó eitthvað minna því hann er launalaus í þessu banni sínu.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.