Körfubolti

Nike segir upp samningi sínum við Kyrie Irving

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kyrie Irving er búinn að koma sér í vandræði og það ekki í fyrsta sinn.
Kyrie Irving er búinn að koma sér í vandræði og það ekki í fyrsta sinn. Vísir/Getty

Nike hefur sagt upp styrktarsamningi sínum við Kyrie Irving eftir að hann deildi myndbandi sem innihélt gyðingahatur á Twitter síðu sinni. Þá hefur Brooklyn Nets einnig sett Irving í bann.

Brooklyn Nets setti Irving í að minnsta kosti fimm leikja bann og nú hefur Nike fylgt í kjölfarið og sagt upp samningi sínum við Irving en samkvæmt honum átti Irving að fá greiddar 11 milljónir dollara frá Nike.

Irving varði upphaflega deilingu myndbandsins en dró svo í land og baðst afsökunar og sagðist munu læra af atvikinu.

Það var hins vegar of lítið og of seint fyrir Nike sem sagði ekkert pláss fyrir hatursorðræðu. Nike hefur einnig hætt við skóútgáfu í nafni Irving

„Við höfum tekið þá ákvörðun að segja upp samningnum við Kyrie Irving og tekur uppsögnin gildi umsvifalaust. Við munum heldur ekki gefa út Kyrie 8,“ kemur fram í yfirlýsingu Nike.

Brooklyn Nets, sem sagði upp þjálfara sínum Steve Nash í vikunni, vann sinn þriðja leik í NBA deildinni í nótt án Irving.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.