Körfubolti

Grinda­­vík, Höttur og KR í átta liða úr­slit bikar­keppninnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Höttur verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit.
Höttur verður í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Vísir/Bára Dröfn

Þrír leikir fóru fram í VÍS-bikar karla í körfubolta í kvöld. Grindavík, Höttur og KR eru öll komin áfram í 8-liða úrslit eftir góða sigra. Í leikjunum þremur mættust lið úr Subway deildinni og næstefstu deild.

Grindavík lagði Ármann í Grindavík, lokatölur 109-101. David Tinarris Azore var stigahæstur í liði Grindavíkur með 32 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Guðjón Hlynur Sigurðarson var stigahæstur í liði Ármanns með 29 stig.

Höttur vann níu stiga sigur í Vallaskóla á Selfossi, lokatölur 83-92. David Guardia Ramos var stigahæstur í liði Hattar með 25 stig. Hjá heimamönnum skoraði Srdan Stojanovic 21 stig.

Þá vann KR þrettán stiga sigur á Hamri í rólegum leik, lokatölur 79-66. Jordan Semple var stigahæstur í liði KR með 16 stig. Ragnar Ágúst Nathanaelsson var stigahæstur í liði Hamars með 21 stig.

Liðin sem eru komin í átta liða úrslit: KR, Grindavík, Keflavík, Höttur, Stjarnan, Skallagrímur, Valur og Njarðvík/Tindastóll/Haukar. KKÍ á enn eftir að ákveða hvað verður um kæru Hauka eftir tap þeirra gegn Tindastól. Sem stendur mætast Tindastóll og Njarðvík í síðasta leik 8-liða úrslitanna.


Tengdar fréttir

Jón Axel á förum frá Grinda­vík

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á leið til Ítalíu á tímabundnum samningi. Hann samdi nýverið við uppeldisfélag sitt Grindavík en mun ekki klára tímabilið með liðinu í Subway deild karla í körfubolta.

Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ

Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.