Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 12:00 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar þegar Hilmar Smári Henningsson tók víti fyrir Hauka í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ Sjá meira