„Afglöpum“ Eflingarstarfsmanna um að kenna að mál Ólafar Helgu tapaðist Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir (t.v.) og Ólöf Helga Adolfsdóttir í umræðuþætti á Stöð 2 í aðdraganda formannskjör í Eflingu síðasta vetur. Sólveig Anna hafði betur. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi stjórnandi og starfsmaður Eflingar gerðu afglöp þegar þeir létu ekki endurnýja trúnaðarmannskosningu Ólafar Helgu Adolfsdóttur hjá Icelandair, að mati Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Félagsdómur dæmdi Icelandair í vil þar sem hann taldi að Ólöf Helga hefði ekki lengur notið verndar sem trúnaðarmaður. Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli í ágúst í fyrra. Alþýðusamband Íslands höfðaði mál fyrir félagsdómi á þeim forsendum að uppsögnin hefði verið ólögleg. Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður. Í dómnum kemur fram að ágreiningslaust hafi verið að ekki hafi farið fram kosninga á trúnaðarmanni á vinnustaðnum eftir að kjörtímabili Ólafar Helgu lauk í mars. Stéttarfélag hennar, Efling, hefði heldur ekki tilnefnt hana án kosninga eða komið upplýsingum um val hennar til áframhaldandi starfa sem trúnaðarmaður á framfæri við fyrirtækið. Því hafi hún ekki notið verndar fyrir uppsögn. Sólveig Anna segist í samtali við Vísi harma niðurstöðuna. Hún óttast þó ekki að hún hafi víðtækari áhrif fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Kennir hún fyrrverandi stjórnanda og starfsmanni Eflingar sem höfðu það sem meginverkefni að halda utan um kjör trúnaðarmanna og koma upplýsingum um það á framfæri við atvinnurekendur um að kosning Ólafar Helgu hafi ekki verið endurnýjuð. „Þetta fólk sinnti ekki þessu starfi sínu. Það er auðvitað bara mjög miður,“ segir Sólveig Anna. Þessi mál hafi síðan þá verið tekin föstum tökum og séu nú komin í eðlilegt horf. „Afglöp eins og þessi sem þetta háttvirta starfsfólk hér innanhúss bar ábyrgð á verða ekki endurtekin. Þetta fólk vinnur ekki lengur hjá þessu félagi. Þessi mál eru núna á góðum, réttum og eðlilegum stað,“ segir hún. „Háttlaunaður stjórnandi“ og undirmaður sinntu ekki starfi sínu Spurð að því hvort að mál Ólafar Helgu hafi þannig tapast á mistökum Eflingar segir Sólveig Anna að blaðamaður geti lagt út af orðum sínum eins og hann vilji. „Ég auðvitað harma það að þetta sé niðurstaðan. Þetta var svo sannarlega ekki sú niðurstaða sem við óskuðum eftir og börðumst fyrir. En staðreyndin er sú að kosning hennar var ekki endurnýjuð og ábyrgð á því verkefni var hér hjá háttlaunuðum stjórnanda og undirmanni þess stjórnanda. Þær manneskjur sinntu ekki þessum störfum sínum, jafnvel þó að þetta sé augljóslega eitt af því mikilvægasta sem eigi að gera,“ ítrekar Sólveig Anna. Sólveig Anna var formaður Eflingar þegar afglöpin sem hún lýsir áttu sér stað. „Þetta verkefni var náttúrulega ekki á mínu borði, ekki það að ég sé að reyna að fría mig ábyrgð. Ég reyni aldrei að gera það, ekki í þessu né öðru,“ segir hún. Stormasamt hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri. Sólveig Anna sagði af sér formennsku síðasta haust í kjölfar ólgu á skrifstofu stéttarfélagsins. Starfsfólk sakaði hana meðal annars um að halda „aftökulista“. Sakaði hún starfsfólkið um að hrekja sig úr embætti. Þær Sólveig Anna og Ólöf Helga hafa einnig eldað grátt silfur saman og tilheyrt ólíkum fylkingum í deilunum innan Eflingar. Ólöf Helga tapaði formannsslag við Sólveigu Önnu í Eflingu síðasta vetur. Gagnrýndi hún harðlega hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar í kjölfarið. Eftir að þing Alþýðusambandsins sprakk í loft upp þegar Sólveig Anna og formenn VR og Starfsgreinasambandsins gengu út af því sakaði Sólveig Anna Ólöfu Helgu um að vera „veruleikafirrta“ og „valdasjúka“. Kjaramál Icelandair Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Icelandair sagði Ólöfu Helgu upp sem hlaðmanni á Reykjavíkurflugvelli í ágúst í fyrra. Alþýðusamband Íslands höfðaði mál fyrir félagsdómi á þeim forsendum að uppsögnin hefði verið ólögleg. Ólöf Helga hefði átt að njóta verndar sem trúnaðarmaður. Í dómnum kemur fram að ágreiningslaust hafi verið að ekki hafi farið fram kosninga á trúnaðarmanni á vinnustaðnum eftir að kjörtímabili Ólafar Helgu lauk í mars. Stéttarfélag hennar, Efling, hefði heldur ekki tilnefnt hana án kosninga eða komið upplýsingum um val hennar til áframhaldandi starfa sem trúnaðarmaður á framfæri við fyrirtækið. Því hafi hún ekki notið verndar fyrir uppsögn. Sólveig Anna segist í samtali við Vísi harma niðurstöðuna. Hún óttast þó ekki að hún hafi víðtækari áhrif fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum. Kennir hún fyrrverandi stjórnanda og starfsmanni Eflingar sem höfðu það sem meginverkefni að halda utan um kjör trúnaðarmanna og koma upplýsingum um það á framfæri við atvinnurekendur um að kosning Ólafar Helgu hafi ekki verið endurnýjuð. „Þetta fólk sinnti ekki þessu starfi sínu. Það er auðvitað bara mjög miður,“ segir Sólveig Anna. Þessi mál hafi síðan þá verið tekin föstum tökum og séu nú komin í eðlilegt horf. „Afglöp eins og þessi sem þetta háttvirta starfsfólk hér innanhúss bar ábyrgð á verða ekki endurtekin. Þetta fólk vinnur ekki lengur hjá þessu félagi. Þessi mál eru núna á góðum, réttum og eðlilegum stað,“ segir hún. „Háttlaunaður stjórnandi“ og undirmaður sinntu ekki starfi sínu Spurð að því hvort að mál Ólafar Helgu hafi þannig tapast á mistökum Eflingar segir Sólveig Anna að blaðamaður geti lagt út af orðum sínum eins og hann vilji. „Ég auðvitað harma það að þetta sé niðurstaðan. Þetta var svo sannarlega ekki sú niðurstaða sem við óskuðum eftir og börðumst fyrir. En staðreyndin er sú að kosning hennar var ekki endurnýjuð og ábyrgð á því verkefni var hér hjá háttlaunuðum stjórnanda og undirmanni þess stjórnanda. Þær manneskjur sinntu ekki þessum störfum sínum, jafnvel þó að þetta sé augljóslega eitt af því mikilvægasta sem eigi að gera,“ ítrekar Sólveig Anna. Sólveig Anna var formaður Eflingar þegar afglöpin sem hún lýsir áttu sér stað. „Þetta verkefni var náttúrulega ekki á mínu borði, ekki það að ég sé að reyna að fría mig ábyrgð. Ég reyni aldrei að gera það, ekki í þessu né öðru,“ segir hún. Stormasamt hefur verið innan Eflingar undanfarin misseri. Sólveig Anna sagði af sér formennsku síðasta haust í kjölfar ólgu á skrifstofu stéttarfélagsins. Starfsfólk sakaði hana meðal annars um að halda „aftökulista“. Sakaði hún starfsfólkið um að hrekja sig úr embætti. Þær Sólveig Anna og Ólöf Helga hafa einnig eldað grátt silfur saman og tilheyrt ólíkum fylkingum í deilunum innan Eflingar. Ólöf Helga tapaði formannsslag við Sólveigu Önnu í Eflingu síðasta vetur. Gagnrýndi hún harðlega hópuppsögn Sólveigar Önnu á starfsfólki á skrifstofu Eflingar í kjölfarið. Eftir að þing Alþýðusambandsins sprakk í loft upp þegar Sólveig Anna og formenn VR og Starfsgreinasambandsins gengu út af því sakaði Sólveig Anna Ólöfu Helgu um að vera „veruleikafirrta“ og „valdasjúka“.
Kjaramál Icelandair Deilur Ólafar Helgu og Icelandair Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45 Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Segir Ólöfu Helgu veruleikafirrta og valdsjúka Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, frambjóðanda til forseta ASÍ, veruleikafirrta. Sólveig hafnar því að hún og félagar Eflingar viðstaddir þingi ASÍ hafi strunsað út af þinginu. Hún segir að þau hafi fylkt liði í samstöðu hvert við annað. 12. október 2022 12:45
Vonar að þremenningarnir sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda Ólöf Helga Adolfsdóttir, frambjóðandi til forseta ASÍ, segist vona að verkalýðsleiðtogarnir þrír sem strunsuðu út af þingi sambandsins í gær sjái að hreyfingin þurfi á öllum að halda. Ásakanir þremenninganna um persónuárásir komi henni þó spánskt fyrir sjónir. 12. október 2022 10:10