Körfubolti

Nei eða Já: „Þeir verða náttúru­lega ömur­legir en ég held að Lakers verði lé­legir líka“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ben Simmons og Sacramento Kings voru meðal þess sem var rætt um í Nei eða Já.
Ben Simmons og Sacramento Kings voru meðal þess sem var rætt um í Nei eða Já. EPA-EFE/Getty Images

NBA deildin í körfubolta fer af stað með tveimur stórleikjum í kvöld og strákarnir í Lögmál leiksins er því farið af stað á nýjan leik. Fyrsti þáttur tímabilsins var í gærkvöld og var hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ að sjálfsögðu á sínum stað.

Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni, þáttastjórnanda, að þessu sinni voru þeir Sigurður Orri Kristjánsson, Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson. „Við ætlum að byrja á Herði Unnsteinssyni af því hann kom inn á þetta lið áðan, Memphis Grizzlies,“ sagði Kjartan Atli áður en hann bar upp fyrstu spurningu kvöldsins:

Memphis Grizzlies heldur áfram að bæta sig

„Ég held þetta verði basl vetur. Ég hef ekkert stjarnfræðilega fyrir mér í því. Held bara að það sé erfitt að halda áfram eftir svona rosalegt tímabil í fyrra,“ sagði Hörður en Grizzlies mæta án Ja Morant inn í tímabilið og munar um minna.

Chicago Bulls endar ofan en New York Knicks

„Jájájájájájá, það verður þægilegt,“ sagði Tómas Steindórsson, Bulls aðdáandi. Hörður var ekki alveg á sama máli en hann styður Knicks.

Sacramento Kings enda ofar en Los Angeles Lakers

„Sacramento heldur áfram vegferð sinni að ná aldrei í úrslitakeppnina. Fóru síðast þangað 2006, Ron Artest liðið. Þeir verða náttúrulega ömurlegir en ég held að Lakers verði lélegir líka. Sacramento eru bara of lélegir, því miður,“ sagði Sigurður Orri hreinskilinn.

„Þeir verða ekki gott varnarlið,“ sögðu allir sérfræðingarnir í kór.

Allt mun smella hjá Brooklyn Nets

„Já!“ sagði einn sérfræðingurinn kokhraustur áður en hann dásamaði Ben Simmons.

Klippa: Þeir verða náttúrulega ömurlegir en ég held að Lakers verði lélegir líka



Fleiri fréttir

Sjá meira


×