Sport

Bætti eigið heimsmet um 30 sekúndur

Atli Arason skrifar
Kipchoge kemur í mark á nýju heimsmeti í Berlín.
Kipchoge kemur í mark á nýju heimsmeti í Berlín. Getty Images

Hlauparinn Eliud Kipchoge frá Keníu sló í dag eigið heimsmet í maraþoni þegar hann vann Berlínar maraþonið á tveimur klukkustundum, einni mínútu og níu sekúndum.

Kipchoge átti sjálfur fyrra heimsmetið sem hann setti í sömu borg fyrir fjórum árum síðan en hlauparinn hefur nú unnið 15 af þeim 17 maraþonum sem hann hefur tekið þátt í.

Kipchoge byrjaði hlaupið afar vel og náði góðri forystu. Um tíma leit út fyrir að hann gæti verið fyrsti einstaklingurinn til að hlaupa maraþon á undir tveimur klukkustundum en varð rúmri mínútu lengur.

„Fyrst vonaðist ég til þess að ná þessu á tveimur tímum sléttum en ég er mjög ánægður með niðurstöðuna,“ sagði Kipchoge eftir maraþonið áður en hann bætti við.

„Þetta var mjög erfitt þar fyrri helmingurinn var mjög hraður. Við hlupum of hratt og það tekur of mikla orku frá vöðvunum.“

Hinn 37 ára gamli Kipchoge getur orðið sá fyrsti til að vinna þrjú Ólympíugull í maraþoni ef hann vinnur mótið í París 2024. Kipchoge vonast til að ná næstu Ólympíuleikum

„Það er enn þá eitthvað eftir í löppunum mínum og ég vona að framtíðin sé björt. Hugur minn er enn þá skýr og líkaminn er enn þá að taka á móti öllum æfingunum og keppnunum,“ sagði Eliud Kipchoge.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.