Sport

Kennari og vélfræðingur kljást þegar Úrvalsdeildin í pílu hefst í kvöld

Sindri Sverrisson skrifar
Keppendur kvöldsins í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Einn þeirra kemst áfram á úrslitakvöldið í desember.
Keppendur kvöldsins í Úrvalsdeildinni í pílukasti. Einn þeirra kemst áfram á úrslitakvöldið í desember. Stöð 2 Sport

Sextán fremstu pílukastarar landsins keppa í Úrvalsdeildinni í pílukasti sem hefst í kvöld. Keppnin er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.

Keppendunum hefur verið skipt niður í fjóra riðla og er einn riðill spilaður á hverju keppniskvöldi. Sigurvegari hvers riðils kemst áfram í úrslitakvöld sem fram fer í byrjun desember, þar sem meistari verður krýndur.

Í keppninni í kvöld er því eitt sæti í úrslitum í boði þegar þessir fjórir mæta til keppni:

Kristján Sigurðsson, 48 ára viðskiptafræðingur hjá HS Orku. Hóf að keppa í pílu í janúar 2019 og er í Pílukastfélagi Reykjavíkur

Pétur Rúðrik Guðmundsson, 50 ára kennari. Byrjaði að æfa pílukast með syni sínum, Alex Mána, árið 2015 og keppir fyrir Pílufélag Grindavíkur.

Hörður Þór Guðjónsson, 39 ára vélfræðingur hjá Samherja Fiskeldi. Hefur keppt í pílu frá árinu 2017 og keppir fyrir Pílufélag Grindavíkur.

Arnar Geir Hjartarson, 27 ára starfsmaður upplýsingatæknideildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Hóf að keppa í pílu fyrir einu og hálfu ári og keppir fyrir Tindastól.

Næsta keppniskvöld er svo eftir slétta viku en þriðji riðillinn spilar 19. október og sá fjórði keppir 9. nóvember en í þeim riðli er eina konan í deildinni, þjálfarinn Ingibjörg Magnúsdóttir.

Riðill 1 (21. september): Kristján, Pétur Rúðrik, Hörður Þór, Arnar Geir.

Riðill 2 (28. september): Hallli Egils, Vitor, Árni Ágúst, Matthías Örn.

Riðill 3 (19. október): Guðjón, Siggi Tomm, Björn Steinar, Karl Helgi.

Riðill 4 (9. nóvember): Björn Andri, Ingibjörg, Þorgeir, Alexander.

Eins og fyrr segir hefst keppni kvöldsins klukkan 20 og er hún í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×